Oddaleikjaveislan heldur áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 06:00 Halldór Jóhann þekkir oddaleiki vel. vísir/eyþór Það er fátt sem slær út hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og nú er boðið upp á slíkan viðburð í þriðja sinn á fjórum árum í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Fbl_Megin: Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöldi en líkt og í fyrstu þremur leikjunum fagnaði útiliðið sigri. Það verður því hreinn úrslitaleikur í Kaplakrika. FH-ingar eru að fara að spila sinn fyrsta oddaleik um titilinn á sunnudaginn en Valsmenn eru aftur á móti komnir í þessa stöðu í fjórða sinn í sögu úrslitakeppninnar.Tveir sem gleymast aldrei Það var bara einn oddaleikur um titilinn á fyrstu níu árum úrslitakeppninnar og fram til ársins 2013 voru þeir bara orðnir fjórir. Það eru því margir handboltaáhugamenn sem fagna því vel hversu jöfn baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefur verið undanfarin ár. Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn er alltaf mikil veisla en tveir leikir standa upp úr af þessum sex sem hafa farið fram hingað til. Fólk er enn að ræða og rifja upp leikina 1995 og 2014. Í þeim fyrri fyrir 22 árum vann Valsliðið KA-menn eftir framlengdan leik og í þeim síðari fyrir þremur árum kórónuðu Eyjamenn ævintýri sitt með því að vinna eins marks sigur á Haukum á Ásvöllum. Valsmenn tryggðu sér framlengingu með marki Dags Sigurðssonar örskömmu fyrir leikslok 1995 og Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV tuttugu sekúndum fyrir leikslok í leik við Haukana 2014. Það er enginn Gunnar Magnússon með að þessu sinni en þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV hefur stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur síðustu úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn, fyrst ÍBV 2014 og svo Haukum í fyrra.Halldór Jóhann þekkir þetta vel Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-liðsins, hefur hins vegar góðar minningar úr síðasta oddaleik sínum um titilinn sem leikmaður en hann skoraði 8 mörk fyrir KA þegar liðið vann 24-21 sigur á Val á Hlíðarenda í úrslitaleik vorið 2002. KA-menn lentu þá 2-0 undir en unnu þrjá síðustu leikina. Tíu mörk Halldórs árið á undan dugði hins vegar ekki til sigurs á heimavelli í úrslitaleik um titilinn á móti Haukum. Halldór Jóhann hefur líka unnið oddaleik um titilinn sem þjálfari en Framkonur urðu Íslandsmeistarar vorið 2013 undir hans stjórn eftir 19-16 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Það er margt líkt með þessari seríu og þeirri í ár enda var Framliðið líka með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu og fyrstu fjórir leikirnir unnust allir á útivelli. Framliðið kláraði hins vegar heimaleik sinn á hárréttum tíma og tryggði sér titilinn. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, var líka þjálfari liðsins þegar liðið spilaði oddaleik um titilinn fyrir sjö árum. Valsmenn töpuðu þá fyrir Haukum en þeir hafa ekki unnið titilinn í úrslitakeppni í nítján ár. Titillinn sem liðið vann 2007 vannst í deildarkeppni.Fínt pláss í Kaplakrikanum Handboltaáhugamenn geta fagnað því að úrslitaleikir síðustu ára hafa farið fram í stórum og rúmgóðum húsum. Undanfarnir þrír oddaleikir (2010, 2014 og 2016) fóru fram á Ásvöllum og að þessu sinni verður spilað til úrslita í Kaplakrika sem tekur ekki færra fólk en Ásvellir. Þeir sem muna eftir oddaleikjunum 1995, 2001 og 2002 gleyma ekki að þar komust að miklu færri en vildu enda talsvert minni hús. Nú ætti handboltaáhugafólk að geta fjölmennt í Krikann klukkan 16.00 á sunnudaginn Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Það er fátt sem slær út hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og nú er boðið upp á slíkan viðburð í þriðja sinn á fjórum árum í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Fbl_Megin: Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöldi en líkt og í fyrstu þremur leikjunum fagnaði útiliðið sigri. Það verður því hreinn úrslitaleikur í Kaplakrika. FH-ingar eru að fara að spila sinn fyrsta oddaleik um titilinn á sunnudaginn en Valsmenn eru aftur á móti komnir í þessa stöðu í fjórða sinn í sögu úrslitakeppninnar.Tveir sem gleymast aldrei Það var bara einn oddaleikur um titilinn á fyrstu níu árum úrslitakeppninnar og fram til ársins 2013 voru þeir bara orðnir fjórir. Það eru því margir handboltaáhugamenn sem fagna því vel hversu jöfn baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefur verið undanfarin ár. Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn er alltaf mikil veisla en tveir leikir standa upp úr af þessum sex sem hafa farið fram hingað til. Fólk er enn að ræða og rifja upp leikina 1995 og 2014. Í þeim fyrri fyrir 22 árum vann Valsliðið KA-menn eftir framlengdan leik og í þeim síðari fyrir þremur árum kórónuðu Eyjamenn ævintýri sitt með því að vinna eins marks sigur á Haukum á Ásvöllum. Valsmenn tryggðu sér framlengingu með marki Dags Sigurðssonar örskömmu fyrir leikslok 1995 og Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV tuttugu sekúndum fyrir leikslok í leik við Haukana 2014. Það er enginn Gunnar Magnússon með að þessu sinni en þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV hefur stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur síðustu úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn, fyrst ÍBV 2014 og svo Haukum í fyrra.Halldór Jóhann þekkir þetta vel Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-liðsins, hefur hins vegar góðar minningar úr síðasta oddaleik sínum um titilinn sem leikmaður en hann skoraði 8 mörk fyrir KA þegar liðið vann 24-21 sigur á Val á Hlíðarenda í úrslitaleik vorið 2002. KA-menn lentu þá 2-0 undir en unnu þrjá síðustu leikina. Tíu mörk Halldórs árið á undan dugði hins vegar ekki til sigurs á heimavelli í úrslitaleik um titilinn á móti Haukum. Halldór Jóhann hefur líka unnið oddaleik um titilinn sem þjálfari en Framkonur urðu Íslandsmeistarar vorið 2013 undir hans stjórn eftir 19-16 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Það er margt líkt með þessari seríu og þeirri í ár enda var Framliðið líka með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu og fyrstu fjórir leikirnir unnust allir á útivelli. Framliðið kláraði hins vegar heimaleik sinn á hárréttum tíma og tryggði sér titilinn. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, var líka þjálfari liðsins þegar liðið spilaði oddaleik um titilinn fyrir sjö árum. Valsmenn töpuðu þá fyrir Haukum en þeir hafa ekki unnið titilinn í úrslitakeppni í nítján ár. Titillinn sem liðið vann 2007 vannst í deildarkeppni.Fínt pláss í Kaplakrikanum Handboltaáhugamenn geta fagnað því að úrslitaleikir síðustu ára hafa farið fram í stórum og rúmgóðum húsum. Undanfarnir þrír oddaleikir (2010, 2014 og 2016) fóru fram á Ásvöllum og að þessu sinni verður spilað til úrslita í Kaplakrika sem tekur ekki færra fólk en Ásvellir. Þeir sem muna eftir oddaleikjunum 1995, 2001 og 2002 gleyma ekki að þar komust að miklu færri en vildu enda talsvert minni hús. Nú ætti handboltaáhugafólk að geta fjölmennt í Krikann klukkan 16.00 á sunnudaginn
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira