Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi Kingsmill Championship mótinu í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.
Ólafía Þórunn fór vel af stað og eftir fimm holur var hún á einu höggi undir pari. Ólafía Þórunn var á parinu eftir fyrstu níu holurnar.
Ólafíu Þórunni gekk ekki jafn vel á seinni níu holunum þar sem hún fékk þrjá skolla og einn fugl. Hún endaði því á tveimur höggum yfir pari.
Ólafía Þórunn er í 97.-112. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag.
