Fjölnismenn lentu í basli á Grenivík

Igor Jugovic kom Fjölni yfir með fallegu marki strax á 6. mínútu. Ýmir Már Geirsson jafnaði svo metin fyrir topplið 2. deildar á 18. mínútu.
Magnamenn fengu vítaspyrnu á 34. mínútu. Victor Da Costa tók spyrnuna en skaut yfir mark Fjölnis.
Staðan var 1-1 í hálfleik og allt fram á 75. mínútu þegar Þórir Guðjónsson skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Tengdar fréttir

ÍR-ingar gerðu góða ferð norður og slógu KA-menn úr leik
ÍR, sem er í næstneðsta sæti Inkasso-deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og sló KA úr leik í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Lokatölur 1-3, ÍR í vil.

Í beinni: Víkingur Ó. - Valur | Ná Ólsarar að stöðva Valsmenn?
Valur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla með 0-1 útisigri á Víkingi Ó. í kvöld.

Sjáðu dramatíkina, vítaspyrnukeppnina og óvæntu úrslitin í kvöld | Myndband
Einn skemmtilegasti fótboltaþáttur ársins er á dagskrá í kvöld þegar farið verður yfir alla leiki í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Hlíðarendapiltar héldu í við Eyjamenn í klukkutíma
Hinn 18 ára Breki Ómarsson skoraði tvívegis þegar ÍBV vann 4-1 sigur á KH í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla á Hásteinsvelli í kvöld.

Auðvelt hjá FH-ingum
FH átti greiða leið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla en í kvöld tóku Íslandsmeistararnir á móti Sindra og unnu 6-1 sigur.

Dönsku KR-ingarnir sáu um Leiknismenn
KR er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 1-4 sigur á Leikni F. fyrir austan í kvöld.

Þórsarar úr leik eftir tap fyrir Ægismönnum
Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Skagamenn komnir áfram eftir ótrúlegan endasprett | Öll úrslit kvöldsins
Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu þegar ÍA vann ævintýralegan sigur á Fram, 4-3, í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 1-0 | Bitlausir Blikar úr leik í bikarnum
Ófarir Breiðabliks halda áfram en í kvöld tapaði liðið 1-0 fyrir Fylki í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla.