Sjáðu dramatíkina, vítaspyrnukeppnina og óvæntu úrslitin í kvöld | Myndband
Óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós eins og fyrir norðan þar sem 3. deildar lið Ægis lagði Inkasso-deildarlið Þórs í vítaspyrnukeppni og svo eru Blikar úr leik eftir tap á móti Fylki sem leikur deild neðar.
Dramatíkin var allsráðandi á Skaganum í gær þar sem Inkasso-deildarlið Fram var 3-1 yfir og manni fleiri á móti ÍA þegar tíu mínútur voru eftir. Skagamenn sneru því við og unnu, 4-3, í uppbótartíma.
Önnur óvænt úrslit voru svo fyrir norðan þar sem spútniklið KA í Pepsi-deildinni tapaði fyrir ÍR sem er á botninum í Inkasso-deildinni. ÍR skoraði tvö mörk í framlengingu.
Í kvöld á Stöð 2 Sport HD er einn skemmtilegasti fótboltaþáttur ársins á dagskrá þar sem farið verður yfir 32 liða úrslitin í heild sinni. Fjórða árið í röð voru allir leikirnir 16 í þessari umferð teknir upp og tekin viðtöl við alla.
Borgunarbikarmörkin eru á dagskrá klukkan 21.15 beint á eftir beinni útsendingu frá bikarleik Víkings Ólafsvíkur og Vals sem hefst klukkan 19.15.
Hér að ofan má sjá brot úr bikarfjörinu.
Tengdar fréttir

ÍR-ingar gerðu góða ferð norður og slógu KA-menn úr leik
ÍR, sem er í næstneðsta sæti Inkasso-deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og sló KA úr leik í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Lokatölur 1-3, ÍR í vil.

Hlíðarendapiltar héldu í við Eyjamenn í klukkutíma
Hinn 18 ára Breki Ómarsson skoraði tvívegis þegar ÍBV vann 4-1 sigur á KH í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla á Hásteinsvelli í kvöld.

Dönsku KR-ingarnir sáu um Leiknismenn
KR er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 1-4 sigur á Leikni F. fyrir austan í kvöld.

Þórsarar úr leik eftir tap fyrir Ægismönnum
Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Skagamenn komnir áfram eftir ótrúlegan endasprett | Öll úrslit kvöldsins
Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu þegar ÍA vann ævintýralegan sigur á Fram, 4-3, í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 1-0 | Bitlausir Blikar úr leik í bikarnum
Ófarir Breiðabliks halda áfram en í kvöld tapaði liðið 1-0 fyrir Fylki í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla.