Íslandsmeistaratitillinn í Safamýrina eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2017 06:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lyfta bikarnum. vísir/eyþór Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira