Hægt að fræðast um Íslenska íþróttaundrið í hádeginu á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 15:15 Landsliðsbræðurnir Aron Einar og Arnór Gunnarssynir hafa báðir farið á stórmót á síðustu mánuðum. Vísir/Getty Viðar Halldórsson, doktor í félagsfræði, hefur skoðað mikið leyndarmálið á bak við glæsilegan árangur íslensks íþróttafólks á síðustu árum. Ísland, þessi 330 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, hefur komið hverju landsliðinu á fætur öðru inn á stórmót, og íslenskir einstaklingsíþróttamenn hafa unnið til verðlauna á stórmótum. Árangur Íslands er mjög eftirtektarverður en árið 2016 er líklega það eitt það besta frá upphafi í íslensku íþróttalífi. Viðar Halldórsson hefur nú skrifað bók um efnið en hann hefur á undanförnum árum stundað rannsóknir á því hvernig árangur einstaklinga og hópa/liða mótast af hinu félagslega umhverfi og birt rannsóknir þess efnis í ýmsum fræðitímaritum. Í framhaldi þess vaknaði spurningin. Hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum - og það á sama tíma? Viðar gerði rannsókn sem ætlað var að svara þeirri spurningu og eru niðurstöðurnar að finna í nýútkominni bók „Sport in Iceland: How small nations achieve international success“. Á morgun, fimmtudaginn 18. maí mun Dr. Viðar Halldórsson síðan vera með hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og ber fyrirlesturinn heitið „Íslenska íþróttaundrið“ og þar mun hann fara yfir efni bókar sinnar. Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf á hádegi og er gert ráð fyrir að hann standi í eina klukkustund með umræðum. Aðgangur er ókeypis en fólk er beðið um að skrá sig. Skráningin fer fram hér. Íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Viðar Halldórsson, doktor í félagsfræði, hefur skoðað mikið leyndarmálið á bak við glæsilegan árangur íslensks íþróttafólks á síðustu árum. Ísland, þessi 330 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, hefur komið hverju landsliðinu á fætur öðru inn á stórmót, og íslenskir einstaklingsíþróttamenn hafa unnið til verðlauna á stórmótum. Árangur Íslands er mjög eftirtektarverður en árið 2016 er líklega það eitt það besta frá upphafi í íslensku íþróttalífi. Viðar Halldórsson hefur nú skrifað bók um efnið en hann hefur á undanförnum árum stundað rannsóknir á því hvernig árangur einstaklinga og hópa/liða mótast af hinu félagslega umhverfi og birt rannsóknir þess efnis í ýmsum fræðitímaritum. Í framhaldi þess vaknaði spurningin. Hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum - og það á sama tíma? Viðar gerði rannsókn sem ætlað var að svara þeirri spurningu og eru niðurstöðurnar að finna í nýútkominni bók „Sport in Iceland: How small nations achieve international success“. Á morgun, fimmtudaginn 18. maí mun Dr. Viðar Halldórsson síðan vera með hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og ber fyrirlesturinn heitið „Íslenska íþróttaundrið“ og þar mun hann fara yfir efni bókar sinnar. Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf á hádegi og er gert ráð fyrir að hann standi í eina klukkustund með umræðum. Aðgangur er ókeypis en fólk er beðið um að skrá sig. Skráningin fer fram hér.
Íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira