Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. maí 2017 13:27 Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. Skjáskot/Youtube „Þetta var einhvern veginn alveg eins og ég bjóst við að þetta myndi vera,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðarsinni í samtali við Vísi. Ugla fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. Umræða um kynsegin fólk hefur verið hávær í Bretlandi síðustu daga. Fólk sem er kynsegin upplifir sig hvorki sem karl né konu og finnst kynvitund þeirra falla utan kynjabásanna tveggja. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. „Það var mál þar sem skóli í Bretlandi ákvað að leyfa nemendum að klæðast þeim fötum sem þeim vildu. Það eru skólabúningar en þeir leyfðu krökkunum sjálfum að velja hvorn skólabúninginn þau vildu klæðast. Þá byrjaði einhver umræða um kynhlutleysi og Piers Morgan er búinn að vera að fjalla um þetta alla vikuna,“ segir Ugla. Piers Morgan er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum og spurði hann parið meðal annars hvort, fyrst að fólk gæti skilgreint sig utan kynja, hann gæti skilgreint sig sem svarta konu. „Það breytir litlu í mínu lífi hvernig annað fólk skilgreinir sig, þú getur skilgreint þig hvernig sem þú vilt og það er þitt val,“ svaraði Ugla.Umræðan afvegaleidd Hún segir að vandamálið sé að fyrir Morgan sé umræðan einungis fræðileg en fyrir þau Fox sé um þeirra daglega líf að ræða. „Það sem mér fannst standa upp úr var að hann hélt alltaf áfram að afvegaleiða umræðuna og fór að tala um kynþátt, eða að hann skilgreindi sjálfan sig sem fíl,“ segir Ugla og bætir við að það sé algengt að fólk afvegaleið umræðu um kynsegin fólk á þennan hátt. „Það er eins og fólk geri það þegar það er ekki með nein almennileg rök gegn þessu. Af því að þetta snýst í rauninni bara um að þú skilgreinir þig, að þetta sé partur af þínu sjálfi. Og það getur í raun enginn sagt þér að þú sért ekki eitthvað og hann getur ekki verið ósammála því en þess vegna fer hann bara í það að segjast vera svört kona. Það er bara önnur umræða sem tengist þessu ekkert. Mér fannst líka standa upp úr þegar hann sagði að þetta væri smitandi og mér finnst það vera nákvæmlega það sama og var sagt um samkynhneigða fyrir ekki svo löngu og nú er verið að yfirfæra það yfir á kynsegin fólk. Það sýnir bara hvað við erum að endurtaka söguna aftur og aftur.“ Ugla segir að umræðan sé þó að þróast í rétta átt. „Mér finnst það orðið hafa breyst rosa mikið á síðustu árum, umræðan um kynsegin fólk. Mér finnst hún alltaf vera jákvæðari og jákvæðari. Þetta er bara ákveðin þróun. Ég held við séum á leiðinni í rétta átt. Bara að okkur hafi verið boðið að tala um þetta í þessum þætti er skref í rétta átt. Að þetta sé rætt í þessum þætti í Bretlandi sem mjög margir sjá er framför.“ Tengdar fréttir Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Þetta var einhvern veginn alveg eins og ég bjóst við að þetta myndi vera,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðarsinni í samtali við Vísi. Ugla fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. Umræða um kynsegin fólk hefur verið hávær í Bretlandi síðustu daga. Fólk sem er kynsegin upplifir sig hvorki sem karl né konu og finnst kynvitund þeirra falla utan kynjabásanna tveggja. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. „Það var mál þar sem skóli í Bretlandi ákvað að leyfa nemendum að klæðast þeim fötum sem þeim vildu. Það eru skólabúningar en þeir leyfðu krökkunum sjálfum að velja hvorn skólabúninginn þau vildu klæðast. Þá byrjaði einhver umræða um kynhlutleysi og Piers Morgan er búinn að vera að fjalla um þetta alla vikuna,“ segir Ugla. Piers Morgan er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum og spurði hann parið meðal annars hvort, fyrst að fólk gæti skilgreint sig utan kynja, hann gæti skilgreint sig sem svarta konu. „Það breytir litlu í mínu lífi hvernig annað fólk skilgreinir sig, þú getur skilgreint þig hvernig sem þú vilt og það er þitt val,“ svaraði Ugla.Umræðan afvegaleidd Hún segir að vandamálið sé að fyrir Morgan sé umræðan einungis fræðileg en fyrir þau Fox sé um þeirra daglega líf að ræða. „Það sem mér fannst standa upp úr var að hann hélt alltaf áfram að afvegaleiða umræðuna og fór að tala um kynþátt, eða að hann skilgreindi sjálfan sig sem fíl,“ segir Ugla og bætir við að það sé algengt að fólk afvegaleið umræðu um kynsegin fólk á þennan hátt. „Það er eins og fólk geri það þegar það er ekki með nein almennileg rök gegn þessu. Af því að þetta snýst í rauninni bara um að þú skilgreinir þig, að þetta sé partur af þínu sjálfi. Og það getur í raun enginn sagt þér að þú sért ekki eitthvað og hann getur ekki verið ósammála því en þess vegna fer hann bara í það að segjast vera svört kona. Það er bara önnur umræða sem tengist þessu ekkert. Mér fannst líka standa upp úr þegar hann sagði að þetta væri smitandi og mér finnst það vera nákvæmlega það sama og var sagt um samkynhneigða fyrir ekki svo löngu og nú er verið að yfirfæra það yfir á kynsegin fólk. Það sýnir bara hvað við erum að endurtaka söguna aftur og aftur.“ Ugla segir að umræðan sé þó að þróast í rétta átt. „Mér finnst það orðið hafa breyst rosa mikið á síðustu árum, umræðan um kynsegin fólk. Mér finnst hún alltaf vera jákvæðari og jákvæðari. Þetta er bara ákveðin þróun. Ég held við séum á leiðinni í rétta átt. Bara að okkur hafi verið boðið að tala um þetta í þessum þætti er skref í rétta átt. Að þetta sé rætt í þessum þætti í Bretlandi sem mjög margir sjá er framför.“
Tengdar fréttir Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00