Samgönguráðherra segir gagnrýni byggða á villandi talnaleikfimi Svavar Hávarðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, lætur skoða kosti veggjalda til að að ráðast í stórframkvæmdir. vísir/vilhelm „Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00