Breiðablik vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild kvenna þegar liðið bar sigurorð af Fylki, 2-0, á Kópavogsvelli í kvöld.
Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og réðu ferðinni. Þeir þurftu samt að bíða talsvert lengi eftir fyrsta markinu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðabliki yfir á 36. mínútu eftir sendingu frá Rakel Hönnudóttir. Berglind skoraði þarna gegn sínu gamla félagi. Þetta var annað mark hennar í sumar.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði svo annað mark Blika á 76. mínútu. Hún lét þá vaða fyrir utan teig og boltinn endaði í netinu.
Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik fagnaði sínum þriðja sigri í Pepsi-deildinni í sumar. Blikar hafa haldið hreinu í öllum sigurleikjunum sínum á tímabilinu.
Breiðablik er með níu stig í 3. sæti deildarinnar en Fylkir er í því áttunda með þrjú stig.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
