Formaður dómaranefndar: Almarr mun fara í bann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. maí 2017 12:34 Almarr slapp með skrekkinn í gær en mun samt fara í leikbann. vísir/eyþór Ansi sérstök mistök áttu sér stað á Akureyrarvelli í gær þar sem dómari leiks KA og Fjölnis gleymdi að gefa leikmanni KA rautt spjald er hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Almarr Ormarsson kláraði leikinn fyrir KA þó svo Guðmundur Ársæll Guðmundsson hefði gefið honum sitt annað gula spjald undir lok leiksins. Dómarinn fattaði einfaldlega ekki að þetta væri annað gula spjald leikmannsins. „Þetta eru bara mannleg mistök hjá dómarateyminu,“ segir Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ. „Aðstoðardómararnir voru ekki vissir um hver hefði fengið áminninguna því það voru fleiri menn í kringum Almar. Dómarinn var ekki nógu afgerandi er hann var að gefa spjaldið. Svo kveikti Guðmundur ekki á því að hann hefði verið að gefa leikmanni sitt annað gula spjald.“ Nú velta menn eðlilega því fyrir sér hvert framhaldið verði. Fer leikmaðurinn í bann þó svo hann hafi ekki formlega fengið rautt spjald í leiknum? „Það er alveg ljóst að Almarr fékk tvær áminningar í leiknum. Skýrsla mun koma frá dómara inn til aganefndar þannig. Ég tel að þetta fari í eðlilegan farveg og að Almarr fari í eins leiks bann.“ Kristinn segir að dómaranefndin muni fara vel yfir þessa atburðarrás og passa upp á að menn læri af þessu. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á ekki að koma fyrir. Dómarinn er ekki yfir gagnrýni hafinn og þegar menn gera svona áberandi mistök þá er það ekki gott. Við verðum að vinna úr þessu með faglegum hætti.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Almarr fékk tvö gul en ekki rautt Furðulegt atvik kom upp í leik KA og Fjölnis í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 14. maí 2017 22:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Fjölnir 2-0 | Frábær byrjun KA heldur áfram KA er í öðru sæti Pepsi-deildar karla með sjö stig eftir þrjár umferðir en liðið lagði Fjölni að velli í dag. 14. maí 2017 19:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Ansi sérstök mistök áttu sér stað á Akureyrarvelli í gær þar sem dómari leiks KA og Fjölnis gleymdi að gefa leikmanni KA rautt spjald er hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Almarr Ormarsson kláraði leikinn fyrir KA þó svo Guðmundur Ársæll Guðmundsson hefði gefið honum sitt annað gula spjald undir lok leiksins. Dómarinn fattaði einfaldlega ekki að þetta væri annað gula spjald leikmannsins. „Þetta eru bara mannleg mistök hjá dómarateyminu,“ segir Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ. „Aðstoðardómararnir voru ekki vissir um hver hefði fengið áminninguna því það voru fleiri menn í kringum Almar. Dómarinn var ekki nógu afgerandi er hann var að gefa spjaldið. Svo kveikti Guðmundur ekki á því að hann hefði verið að gefa leikmanni sitt annað gula spjald.“ Nú velta menn eðlilega því fyrir sér hvert framhaldið verði. Fer leikmaðurinn í bann þó svo hann hafi ekki formlega fengið rautt spjald í leiknum? „Það er alveg ljóst að Almarr fékk tvær áminningar í leiknum. Skýrsla mun koma frá dómara inn til aganefndar þannig. Ég tel að þetta fari í eðlilegan farveg og að Almarr fari í eins leiks bann.“ Kristinn segir að dómaranefndin muni fara vel yfir þessa atburðarrás og passa upp á að menn læri af þessu. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á ekki að koma fyrir. Dómarinn er ekki yfir gagnrýni hafinn og þegar menn gera svona áberandi mistök þá er það ekki gott. Við verðum að vinna úr þessu með faglegum hætti.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Almarr fékk tvö gul en ekki rautt Furðulegt atvik kom upp í leik KA og Fjölnis í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 14. maí 2017 22:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Fjölnir 2-0 | Frábær byrjun KA heldur áfram KA er í öðru sæti Pepsi-deildar karla með sjö stig eftir þrjár umferðir en liðið lagði Fjölni að velli í dag. 14. maí 2017 19:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Almarr fékk tvö gul en ekki rautt Furðulegt atvik kom upp í leik KA og Fjölnis í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 14. maí 2017 22:53
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Fjölnir 2-0 | Frábær byrjun KA heldur áfram KA er í öðru sæti Pepsi-deildar karla með sjö stig eftir þrjár umferðir en liðið lagði Fjölni að velli í dag. 14. maí 2017 19:45