Akureyrarbær virkur þátttakandi í norðurslóðasamstarfi Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 15. maí 2017 11:15 Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar