Regla Verndar standi föngum fyrir þrifum og sé gagnslaus Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 Fangar hafa heimild til að afplána hluta dóms síns á áfangaheimilinu Vernd. Vísir/GVA Afstaða, félag fanga, hefur sent Fangelsismálastofnun erindi þar sem þess er farið á leit að reglu um afplánun á áfangaheimilinu Vernd verði breytt, því að hún gangi í berhögg við yfirlýst markmið áfangaheimilisins, að aðlaga fangann samfélaginu síðustu mánuði refsivistar hans. Reglan, sem Afstaða vill breyta, kveður á um að fangi skuli mæta í hús á kvöldverðartíma, mánudaga til föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður í eftirliti með föngum. Afstaða segir þetta standa föngum fyrir þrifum. Þá hefur umboðsmaður barna hefur sent bréf til Fangelsismálastofnunar og spurt hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglan var sett.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ljóst að reglan sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að meina föngum að vera á heimili sínu með fjölskyldunni á kvöldmatartíma, hlýtur að gera föngum erfiðara fyrir að aðlagast samfélagi sínu að nýju," útskýrir hann. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist vilja tryggja að þessi barnvænu sjónarmið séu höfð með. „Okkur hefur þótt vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í huga að fangar eiga líka börn.” Guðmundur Ingi segir regluna einnig standa í vegi fyrir atvinnumöguleikum fanga. „Og ekki síst framþróun í starfi. Margir fanganna hafa áhuga á að vinna í veitingageiranum, þar sem er mikla vinnu að fá um þessar mundir, en fá hreinlega ekki vinnu því þeir geta ekki unnið á matmálstíma.“ Hann bendir á að viðveruskyldan á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum tilvikum leitt til þess að fangar hafi ekki getað sótt kvöldnámskeið, til dæmis til að öðlast ökuréttindi. Guðmundur segist skilja vel að eftirlit þurfi að hafa með föngum, meðal annars þeim sem eiga við fíknivanda að stríða. „En með því að setjast niður og ræða málin hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta er í raun gagnslaust eftirlit sem hamlar þessu fólki sem er að reyna að komast út í samfélagið á nýjan leik. Staðreyndin er sú að á milli kl. 18 og 19 frá mánudögum til föstudaga taka þeir fangar sem borða kvöldverð kannski 10 mínútur í það og hitta þar fyrir matráðskonu, en að því loknu fara þeir til herbergja sinna þar sem þeir dvelja þar til þeir mega fara aftur. Þegar hins vegar um er að ræða lögbundna frídaga sem ekki eru á laugardögum eða sunnudögum fara fangar beint til herbergja sinna. Eftirlitið er ekki meira en þetta,“ segir Guðmundur og kallar eftir breytingum. Samkvæmt lögum getur Fangelsismálastofnun leyft fanga að afplána, til að mynda á Vernd, sem er utan fangelsis hluta refsitímans, að því gefnu að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem stofnunin hefur samþykkt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur sent Fangelsismálastofnun erindi þar sem þess er farið á leit að reglu um afplánun á áfangaheimilinu Vernd verði breytt, því að hún gangi í berhögg við yfirlýst markmið áfangaheimilisins, að aðlaga fangann samfélaginu síðustu mánuði refsivistar hans. Reglan, sem Afstaða vill breyta, kveður á um að fangi skuli mæta í hús á kvöldverðartíma, mánudaga til föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður í eftirliti með föngum. Afstaða segir þetta standa föngum fyrir þrifum. Þá hefur umboðsmaður barna hefur sent bréf til Fangelsismálastofnunar og spurt hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglan var sett.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ljóst að reglan sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að meina föngum að vera á heimili sínu með fjölskyldunni á kvöldmatartíma, hlýtur að gera föngum erfiðara fyrir að aðlagast samfélagi sínu að nýju," útskýrir hann. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist vilja tryggja að þessi barnvænu sjónarmið séu höfð með. „Okkur hefur þótt vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í huga að fangar eiga líka börn.” Guðmundur Ingi segir regluna einnig standa í vegi fyrir atvinnumöguleikum fanga. „Og ekki síst framþróun í starfi. Margir fanganna hafa áhuga á að vinna í veitingageiranum, þar sem er mikla vinnu að fá um þessar mundir, en fá hreinlega ekki vinnu því þeir geta ekki unnið á matmálstíma.“ Hann bendir á að viðveruskyldan á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum tilvikum leitt til þess að fangar hafi ekki getað sótt kvöldnámskeið, til dæmis til að öðlast ökuréttindi. Guðmundur segist skilja vel að eftirlit þurfi að hafa með föngum, meðal annars þeim sem eiga við fíknivanda að stríða. „En með því að setjast niður og ræða málin hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta er í raun gagnslaust eftirlit sem hamlar þessu fólki sem er að reyna að komast út í samfélagið á nýjan leik. Staðreyndin er sú að á milli kl. 18 og 19 frá mánudögum til föstudaga taka þeir fangar sem borða kvöldverð kannski 10 mínútur í það og hitta þar fyrir matráðskonu, en að því loknu fara þeir til herbergja sinna þar sem þeir dvelja þar til þeir mega fara aftur. Þegar hins vegar um er að ræða lögbundna frídaga sem ekki eru á laugardögum eða sunnudögum fara fangar beint til herbergja sinna. Eftirlitið er ekki meira en þetta,“ segir Guðmundur og kallar eftir breytingum. Samkvæmt lögum getur Fangelsismálastofnun leyft fanga að afplána, til að mynda á Vernd, sem er utan fangelsis hluta refsitímans, að því gefnu að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem stofnunin hefur samþykkt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira