Milos: Erum að fá kantmann/framherja Gabríel Sighvatsson skrifar 14. maí 2017 21:03 Milos og lærisveinar hans hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/andri marinó Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15