Gunnlaugur: Þýðir ekki að grenja yfir því hvaða lið við fáum í byrjun Smári Jökull Jónsson skrifar 14. maí 2017 19:24 Gunnlaugur Jónsson er þjálfari Skagamanna. vísir/ernir Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti