Ekki eru allir KR-ingar á eitt sáttir með þessa ákvörðun. Þeirra á meðal er Þórir Jökull Finnbogason, sem var fyrirliði KR í vetur.
Í pistli á Facebook lýsir hann yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna; að KR tefli ekki fram liði á næsta tímabili.
Þórir segir að það hafi verið heiður að vera fyrirliði KR og hann hafi dreymt um að koma handboltanum í KR upp á hærra stig.
„Mig langaði svo mikið að geta leitt þetta KR lið áfram á næsta ári og koma handboltanum í KR uppá það level sem allar íþróttir í KR eiga að vera á, sem er að vera í baráttu um titla í efstu deild,“ skrifar Þórir og bætir við:
„Takk fyrir mig KR, leikmenn, þjálfarar og stjórn, þetta ár var eins stórkostlegt og endirinn var ömurlegur.
Allir sem einn, nema handboltinn.“
Pistil Þóris má lesa í heild sinni hér að neðan.