Fylkir á toppnum eftir nauman sigur á nýliðunum | Öll úrslitin úr Inkasso-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 21:12 Fylkismenn fagna marki á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/andri marinó HK - Leiknir R. 3-2 1-0 Árni Arnarson (17.), 2-0 Ingiberg Ólafur Jónsson (32.), 2-1 Ragnar Leósson (35.), 2-2 Halldór Kristinn Halldórsson (56.), 3-2 Ágúst Freyr Hallsson (90.+2).Fram - Haukar 2-2 0-1 Arnar Aðalgeirsson (27.), 0-2 Björgvin Stefánsson (75.), 1-2 Simon Smidt (82.), 2-2 Ivan Bubalo (90.+4).Grótta - Fylkir 1-2 1-0 Andri Þór Magnússon (16.), 1-1 Hákon Ingi Jónsson (28.), 1-2 Daði Ólafsson (90.).ÍR - Þróttur 1-2 0-1 Emil Atlason (69.), 0-2 Daði Bergsson (77.), 1-2 Jón Gísli Ström (90.). Fylkir er á toppnum í Inkasso-deildinni í fótbolta eftir nauman sigur á nýliðum Gróttu, 2-1, á útivelli í kvöld en Árbæingar, sem unnu Þór í fyrstu umferðinni, skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Andri Þór Magnússon kom Gróttu í 1-0 á 16. mínútu en Hákon Ingi Jónsson, sem raðaði inn mörkum fyrir HK á síðustu leiktíð, jafnaði metin á 28. mínútu.Sjá einnig:Sjáðu aukaspyrnumarkið hjá Smidt og hin þrjú í Laugardalnum | Myndband Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli og gott stig hjá Gróttunni var það Daði Ólafsson sem tryggði Fylkismönnum sigurinn en liðið er með sex stig eftir tvo leiki. Grótta er með eitt stig. Fram kom til baka og náði í stig á móti Haukum eftir að lenda 2-0 undir á Laugardalsvellinum en það voru Arnar Aðalgeirsson og Björgvin Stefánsson sem skoruðu á 27. og 75. mínútu fyrir Hauka. Björgvin með annað markið sitt í jafnmörgum leikjum. Endurkoma Framara fram dramatísk því Simon Smidt, sem spilaði fyrir ÍBV í Pepsi-deildinni í fyrra, minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu. Stórglæsilegt mark. Fjórum mínútum var bætt við leikinn og á fjórðu mínútu í uppbótartíma fengu Haukar dæmda á sig vítaspyrnu. Úr henni skoraði króatíski markahrókurinn Ivan Bubalo sitt annað mark í sumar. Lokatölur, 2-2. Haukar eru með fjögur stig í þriðja sæti en Fram er í öðru sæti með jafnmörg stig eftir tvær umferðir. Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.Framarar fagna marki Simon Smidt.vísir/andri marinóÞað var líka heldur betur dramatík í Kórnum í Kópavogi þar sem HK vann frábæran 3-2 sigur á Leikni í svakalegum leik. HK komst í 2-0 með mörkum Árna Arnarsonar og Ingibergs Ólafs Jónssonar á fyrsta hálftímanum en Ragnar Leósson, sem spilaði fyrir HK í fyrra, minnkaði muninn í 2-1 á 35. mínútu. Ragnar hélt áfram að vera gömlu félögunum erfiður því hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Halldór Kristinn Halldórsson á 56. mínútu og staðan, 2-2. Hetja HK-inga var svo Ágúst Freyr Hallsson sem skoraði sigurmarkið, 3-2, á annarri mínútu í uppbótartíma og þar við sat. HK með þrjú stig eftir tvo leiki en Leiknismenn aðeins með eitt stig. Þróttur, sem tapaði fyrir Haukum í fyrstu umferðinni, náði svo í sinn fyrsta sigur þegar það lagði nýliða ÍR, 2-1, í Breiðholtinu. Emil Atlason og varamaðurinn Daði Bergsson skoruðu fyrir Þróttara en Jón Gísli Ström minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þróttur er með þrjú stig í sjötta sæti en ÍR-ingar í ellefta sæti án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Upplýsingar um markaskorara fengnar að hluta frá fótbolti.net. Fram - Haukar 2-2 Íslenski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
HK - Leiknir R. 3-2 1-0 Árni Arnarson (17.), 2-0 Ingiberg Ólafur Jónsson (32.), 2-1 Ragnar Leósson (35.), 2-2 Halldór Kristinn Halldórsson (56.), 3-2 Ágúst Freyr Hallsson (90.+2).Fram - Haukar 2-2 0-1 Arnar Aðalgeirsson (27.), 0-2 Björgvin Stefánsson (75.), 1-2 Simon Smidt (82.), 2-2 Ivan Bubalo (90.+4).Grótta - Fylkir 1-2 1-0 Andri Þór Magnússon (16.), 1-1 Hákon Ingi Jónsson (28.), 1-2 Daði Ólafsson (90.).ÍR - Þróttur 1-2 0-1 Emil Atlason (69.), 0-2 Daði Bergsson (77.), 1-2 Jón Gísli Ström (90.). Fylkir er á toppnum í Inkasso-deildinni í fótbolta eftir nauman sigur á nýliðum Gróttu, 2-1, á útivelli í kvöld en Árbæingar, sem unnu Þór í fyrstu umferðinni, skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Andri Þór Magnússon kom Gróttu í 1-0 á 16. mínútu en Hákon Ingi Jónsson, sem raðaði inn mörkum fyrir HK á síðustu leiktíð, jafnaði metin á 28. mínútu.Sjá einnig:Sjáðu aukaspyrnumarkið hjá Smidt og hin þrjú í Laugardalnum | Myndband Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli og gott stig hjá Gróttunni var það Daði Ólafsson sem tryggði Fylkismönnum sigurinn en liðið er með sex stig eftir tvo leiki. Grótta er með eitt stig. Fram kom til baka og náði í stig á móti Haukum eftir að lenda 2-0 undir á Laugardalsvellinum en það voru Arnar Aðalgeirsson og Björgvin Stefánsson sem skoruðu á 27. og 75. mínútu fyrir Hauka. Björgvin með annað markið sitt í jafnmörgum leikjum. Endurkoma Framara fram dramatísk því Simon Smidt, sem spilaði fyrir ÍBV í Pepsi-deildinni í fyrra, minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu. Stórglæsilegt mark. Fjórum mínútum var bætt við leikinn og á fjórðu mínútu í uppbótartíma fengu Haukar dæmda á sig vítaspyrnu. Úr henni skoraði króatíski markahrókurinn Ivan Bubalo sitt annað mark í sumar. Lokatölur, 2-2. Haukar eru með fjögur stig í þriðja sæti en Fram er í öðru sæti með jafnmörg stig eftir tvær umferðir. Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.Framarar fagna marki Simon Smidt.vísir/andri marinóÞað var líka heldur betur dramatík í Kórnum í Kópavogi þar sem HK vann frábæran 3-2 sigur á Leikni í svakalegum leik. HK komst í 2-0 með mörkum Árna Arnarsonar og Ingibergs Ólafs Jónssonar á fyrsta hálftímanum en Ragnar Leósson, sem spilaði fyrir HK í fyrra, minnkaði muninn í 2-1 á 35. mínútu. Ragnar hélt áfram að vera gömlu félögunum erfiður því hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Halldór Kristinn Halldórsson á 56. mínútu og staðan, 2-2. Hetja HK-inga var svo Ágúst Freyr Hallsson sem skoraði sigurmarkið, 3-2, á annarri mínútu í uppbótartíma og þar við sat. HK með þrjú stig eftir tvo leiki en Leiknismenn aðeins með eitt stig. Þróttur, sem tapaði fyrir Haukum í fyrstu umferðinni, náði svo í sinn fyrsta sigur þegar það lagði nýliða ÍR, 2-1, í Breiðholtinu. Emil Atlason og varamaðurinn Daði Bergsson skoruðu fyrir Þróttara en Jón Gísli Ström minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þróttur er með þrjú stig í sjötta sæti en ÍR-ingar í ellefta sæti án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Upplýsingar um markaskorara fengnar að hluta frá fótbolti.net. Fram - Haukar 2-2
Íslenski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira