Tæplega helmingur þjóðarinnar fengið vegabréf á tveimur árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 19:00 Íslendingar ferðast mun meira til útlanda nú en á árunum eftir hrun sem kemur fram í mikilli aukningu á útgáfu vegabréfa. En um 140 þúsund vegabréf hafa verið gefin út síðast liðin tvö ár. Forgangsraða þarf útgáfu vegabréfa næsta mánuðinn vegna bruna hjá þeim sem framleiðir þau í Kanada. Þjóðskrá Íslands átti von á þrjátíu þúsund vegabréfum í byrjun þessa mánaðar. En sú afhending tefst vegna bruna hjá framleiðandanum í Kanada. Enginn ætti þó að lenda í vandræðum vegna þessa. „Við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. En til að koma í veg fyrir að enginn lendi í því að fá ekki vegabréf tímalega fyrir brottför til útlanda tóku nýjar reglur tímabundið gildi í dag varðandi afgreiðslu vegabréfa. Þeir sem eru á leið til Evrópu fyrir 10 júní munu fá svo kallað neyðarvegabréf gefið út til skamms tíma en þeir sem eru að fara til landa utan Evrópu og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, fá almennt vegabréf. Þá verða þeir sem þurfa vegabréf á næstu vikum að sækja um það fyrst á heimasíðu Þjóðskrár. „Við breytum í raun og veru útgáfuferli vegabréfa. Í stað þess að gefa út vegabréf eftir umsóknardeginum verða vegabréf gefin út eftir brottfarardegi,“ segir Margrét. Eftirspurn eftir vegabréfum hefur aukist á undanförnum árum með meiri kaupmætti, þannig voru gefin út 70 þúsund vegabréf árið 2015 og 71 þúsund í fyrra, eða 141 þúsund vegabréf á tveimur árum.Þannig að þið finnið fyrir því að fólk er að ferðast meira? „Já, já það er alveg augljóst mál. Hefur verið allt árið í fyrra og kippurinn byrjaði eiginlega árið 2015,“ segir Margrét Hauksdóttir. Tengdar fréttir Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30 Svona lítur neyðarvegabréfið út Upplýsingar eru handskrifaðar. 12. maí 2017 14:57 Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Íslendingar ferðast mun meira til útlanda nú en á árunum eftir hrun sem kemur fram í mikilli aukningu á útgáfu vegabréfa. En um 140 þúsund vegabréf hafa verið gefin út síðast liðin tvö ár. Forgangsraða þarf útgáfu vegabréfa næsta mánuðinn vegna bruna hjá þeim sem framleiðir þau í Kanada. Þjóðskrá Íslands átti von á þrjátíu þúsund vegabréfum í byrjun þessa mánaðar. En sú afhending tefst vegna bruna hjá framleiðandanum í Kanada. Enginn ætti þó að lenda í vandræðum vegna þessa. „Við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. En til að koma í veg fyrir að enginn lendi í því að fá ekki vegabréf tímalega fyrir brottför til útlanda tóku nýjar reglur tímabundið gildi í dag varðandi afgreiðslu vegabréfa. Þeir sem eru á leið til Evrópu fyrir 10 júní munu fá svo kallað neyðarvegabréf gefið út til skamms tíma en þeir sem eru að fara til landa utan Evrópu og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, fá almennt vegabréf. Þá verða þeir sem þurfa vegabréf á næstu vikum að sækja um það fyrst á heimasíðu Þjóðskrár. „Við breytum í raun og veru útgáfuferli vegabréfa. Í stað þess að gefa út vegabréf eftir umsóknardeginum verða vegabréf gefin út eftir brottfarardegi,“ segir Margrét. Eftirspurn eftir vegabréfum hefur aukist á undanförnum árum með meiri kaupmætti, þannig voru gefin út 70 þúsund vegabréf árið 2015 og 71 þúsund í fyrra, eða 141 þúsund vegabréf á tveimur árum.Þannig að þið finnið fyrir því að fólk er að ferðast meira? „Já, já það er alveg augljóst mál. Hefur verið allt árið í fyrra og kippurinn byrjaði eiginlega árið 2015,“ segir Margrét Hauksdóttir.
Tengdar fréttir Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30 Svona lítur neyðarvegabréfið út Upplýsingar eru handskrifaðar. 12. maí 2017 14:57 Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30
Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01