Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 40 prósent í fyrra, urðu nærri 1,8 milljónir allt árið. Greiningaraðilar hafa verið að spá 35 prósenta fjölgun ferðamanna í ár en aukningin fyrstu fjóra mánuði ársins er mun meiri, eða 56 prósent. En hvernig verður ástandið i sumar?
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, hefur 36 ára reynslu úr ferðaþjónustu. Hann segir viðbúið að mikið álag verði á stærstu ferðamannastöðunum, ekki síst þegar mörg skemmtiferðaskip séu samtímis í höfn. Miðað við þá fjölgun, sem stefni í, verði slíkir dagar ennþá stærri áskorun.
„Og þá er upplifun ferðamannanna í húfi,“ segir Sævar.

Sævar býst við að þeim fjölgi sem sofi í bílaleigubílum á bílastæðum um land allt og það sé engan veginn í lagi.
„En þetta er ein afleiðingin af fjölguninni, að það vantar gistirými,“ segir Sævar.