Lífið

Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Búlgarski flytjandinn á sviði.
Búlgarski flytjandinn á sviði. Vísir/EPA
Nú liggur fyrir hvaða þjóðir bættust í hóp þeirra sem keppa til úrslita í Eurovision í Kænugarði í Úkraínu næstkomandi laugardagskvöld, en eins og flestir vita verða Íslendingar ekki á meðal þeirra. Þrjár Norðurlandaþjóðir verða í úrslitunum á laugardag, Svíar, Norðmenn og Danir. 

Tíu lög komust upp úr seinna undankvöldinu sem fór fram í kvöld og eru eftirfarandi:

  • Búlgaría
  • Hvíta Rússland
  • Króatía
  • Ungverjaland
  • Danmörk
  • Ísrael
  • Rúmenía
  • Noregur
  • Holland
  • Austurríki
Þær þjóðir sem komust áfram síðastliðið þriðjudagskvöld eru:

  • Moldavía
  • Aserbaídsjan
  • Grikkland
  • Svíþjóð
  • Portúgal
  • Pólland
  • Armenía
  • Ástralía
  • Kýpur
  • Belgía
Við þessi tuttugu lönd bætast Bretar, Spánverjar, Þýskaland, Ítalía og Frakkland, hinar stóru fimm, sem fara sjálfkrafa í úrslit, og gestgjafarnir í Úkraínu.

Í fyrra voru Svíar eina Norðurlandaþjóðin sem var í úrslitum Eurovision, en þá voru þeir jafnframt gestgjafar og þurftu ekki að fara í gegnum undankeppnina.

Danir, Norðmenn og Finnar kenndur þó engum nema sjálfum sér um slakt gengi í fyrra, líkt og fjallað var um á Vísi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×