Leikskólapólítík María Bjarnadóttir skrifar 12. maí 2017 07:00 Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun. Tilkynning forsætisráðherra um aukna áherslu á svokallaða Grammar-skóla, latínuskóla Viktoríutímans og aðgöngumiða efnaminni afburðanemenda að einkaskólamenntun, hefur vakið heitar umræður um skólakerfið sem er um margt ólíkt því íslenska. Hin ríka hefð fyrir einkaskólum og dýrum einkareknum heimavistarskólum er samofin hinni djúpu stéttaskiptingu í landinu. Kerfin eru líka afar ólík í leikskólamálum. Í raun má segja að fyrirkomulag leikskólamála á Bretlandseyjum minni heldur á stöðuna á Íslandi árið 1987 en 2017. Leikskólapláss er í Bretlandi lúxus þeirra efnameiri eða þeirra sem tilheyra tilteknum hópum. „Venjulegar“ konur í millistétt hætta flestar að vinna þegar börnin fæðast. Launin duga ekki fyrir leikskólagjaldinu. Tilkoma breska Kvennalistans hefur ýtt við umræðum um leikskóla og nú hefur Verkamannaflokkurinn tekið undir þau sjónarmið. Kvennalistinn hefur lagt upp með stefnu um aðgengilegan leikskóla sem svipar til stefnu R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tók við stjórn Reykjavíkurborgar árið 1994. Heilsdagsleikskóla aðgengilegan öllum börnum óháð stöðu foreldra þeirra. Öfgafemínisminn sem birtist í uppbyggingu leikskóla fyrir rúmum tveimur áratugum hefur reynst skynsamleg pólitík og grundvallarforsenda þess árangurs sem Ísland hefur þó náð í jafnréttismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun
Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun. Tilkynning forsætisráðherra um aukna áherslu á svokallaða Grammar-skóla, latínuskóla Viktoríutímans og aðgöngumiða efnaminni afburðanemenda að einkaskólamenntun, hefur vakið heitar umræður um skólakerfið sem er um margt ólíkt því íslenska. Hin ríka hefð fyrir einkaskólum og dýrum einkareknum heimavistarskólum er samofin hinni djúpu stéttaskiptingu í landinu. Kerfin eru líka afar ólík í leikskólamálum. Í raun má segja að fyrirkomulag leikskólamála á Bretlandseyjum minni heldur á stöðuna á Íslandi árið 1987 en 2017. Leikskólapláss er í Bretlandi lúxus þeirra efnameiri eða þeirra sem tilheyra tilteknum hópum. „Venjulegar“ konur í millistétt hætta flestar að vinna þegar börnin fæðast. Launin duga ekki fyrir leikskólagjaldinu. Tilkoma breska Kvennalistans hefur ýtt við umræðum um leikskóla og nú hefur Verkamannaflokkurinn tekið undir þau sjónarmið. Kvennalistinn hefur lagt upp með stefnu um aðgengilegan leikskóla sem svipar til stefnu R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tók við stjórn Reykjavíkurborgar árið 1994. Heilsdagsleikskóla aðgengilegan öllum börnum óháð stöðu foreldra þeirra. Öfgafemínisminn sem birtist í uppbyggingu leikskóla fyrir rúmum tveimur áratugum hefur reynst skynsamleg pólitík og grundvallarforsenda þess árangurs sem Ísland hefur þó náð í jafnréttismálum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun