Sautján ára strákur fékk 10 í einkunn fyrir fyrsta leikinn á stærsta sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir skot í gær. Vísir/Ernir FH-ingar eru lentir 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val eftir 28-24 tap á heimavelli í fyrsta leik lokaúrslita Olís-deildar karla í Kaplakrika í gær. Margir FH-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum en liðið hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Það var hinsvegar ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hins sautján ára gamla Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem var þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum á ferlinum. Gísli er fæddur í júlí 1999 en lék nær óaðfinnanlega í gær. HBstatz tók saman tölfræði úr leiknum í gær og er mjög athyglisvert að skoða frammistöðu Gísla í henni. Handboltinn á HBstatz mikið að þakka fyrir þetta enda lífga svona skemmtilegt upplýsingar mikið upp á umræðuna um íslenska handboltann sem glímir annars við meinlegan skort á upplýsingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður vallarins samkvæmt tölfræðimati HBstatz. Hann var með 9,5 í heildareinkunn en fékk hvorki meira né minna en 10 fyrir sóknarleikinn. Gísli skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í leiknum og bauð því upp á 78 prósent skotnýtingu. Ekkert marka hans komu úr vítum eða hraðaupphlaupum. Gísli skapaði einnig sjö skotfæri fyrir félaga sína og gaf 3 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Besti varnarmaður leiksins var Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason sem fékk 7,9 í einkunnu fyrir varnarleik sinn en yngri bróðir hans, Ýmir Örn Gíslason, kom næstur með 7,7. Enginn annar fékk meira en 7 fyrir frammistöðu sína i vörninni. Það er hægt að skoða tölfræði HBstatz úr leiknum með því að smella hér.Tölfræðin úr fyrsta leik FH og Vals er aðgengileg hérna fyrir áhugasama:https://t.co/qNksqFYpJi #handbolti #olisdeildin— HBStatz (@HBSstatz) May 11, 2017 Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
FH-ingar eru lentir 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val eftir 28-24 tap á heimavelli í fyrsta leik lokaúrslita Olís-deildar karla í Kaplakrika í gær. Margir FH-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum en liðið hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Það var hinsvegar ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hins sautján ára gamla Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem var þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum á ferlinum. Gísli er fæddur í júlí 1999 en lék nær óaðfinnanlega í gær. HBstatz tók saman tölfræði úr leiknum í gær og er mjög athyglisvert að skoða frammistöðu Gísla í henni. Handboltinn á HBstatz mikið að þakka fyrir þetta enda lífga svona skemmtilegt upplýsingar mikið upp á umræðuna um íslenska handboltann sem glímir annars við meinlegan skort á upplýsingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður vallarins samkvæmt tölfræðimati HBstatz. Hann var með 9,5 í heildareinkunn en fékk hvorki meira né minna en 10 fyrir sóknarleikinn. Gísli skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í leiknum og bauð því upp á 78 prósent skotnýtingu. Ekkert marka hans komu úr vítum eða hraðaupphlaupum. Gísli skapaði einnig sjö skotfæri fyrir félaga sína og gaf 3 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Besti varnarmaður leiksins var Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason sem fékk 7,9 í einkunnu fyrir varnarleik sinn en yngri bróðir hans, Ýmir Örn Gíslason, kom næstur með 7,7. Enginn annar fékk meira en 7 fyrir frammistöðu sína i vörninni. Það er hægt að skoða tölfræði HBstatz úr leiknum með því að smella hér.Tölfræðin úr fyrsta leik FH og Vals er aðgengileg hérna fyrir áhugasama:https://t.co/qNksqFYpJi #handbolti #olisdeildin— HBStatz (@HBSstatz) May 11, 2017
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira