Ekki hægt að kenna læknum í hlutastarfi um vanda Landspítalans að mati lækna Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2017 19:20 Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira