KA varð aftur KA á fimmtán ára meistaraafmælinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 16:30 Atli Hilmarsson þjálfaði KA árið 2002 og fagnar hér titlinum í leikslok með fyrirliðanum Sævari Árnasyni og Jóhanni Gunnari Jóhannssyni. Vísir/Hilmar Þór KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira