Óskað eftir sjónarmiðum almennings vegna samruna Fjarskipta og 365 miðla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 10:35 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja vegna fyrirhugaðs samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Eftirlitið rannsakar nú samkeppnisleg áhrif samrunans. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að „[þ]ar sem um er að ræða samruna sem geti varðað almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar.“ Hefur eftirlitið birt samrunatilkynningu málsins svo allir hafi kost á því að kynna sér samrunann. Tilkynningin er birt á vefsíðu eftirlitsins og er hún birt án trúnaðarupplýsinga.Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í mars síðastliðnum.Vísir/VilhelmEftirlitið hefur einnig sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á þeim mörkuðum sem Fjarskipti og 365 miðlar starfa á. Þá hefur eftirlitið einnig óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Óskar Samkeppniseftirlitið að sjónarmið og gögn frá almenningi, fyrirtækjum og opinberum stofnunum berist eigi síðar en 26. maí en nálgast má eyðublöð á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.Kaup Fjarskipta á á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru undirrituð í mars síðastliðnum.Frá og með 28. apríl byrjuðu frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samrunann að líða eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst eftirlitinu. Frá þeim degi hefur Samkeppniseftirlitið 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja vegna fyrirhugaðs samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Eftirlitið rannsakar nú samkeppnisleg áhrif samrunans. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að „[þ]ar sem um er að ræða samruna sem geti varðað almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar.“ Hefur eftirlitið birt samrunatilkynningu málsins svo allir hafi kost á því að kynna sér samrunann. Tilkynningin er birt á vefsíðu eftirlitsins og er hún birt án trúnaðarupplýsinga.Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í mars síðastliðnum.Vísir/VilhelmEftirlitið hefur einnig sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á þeim mörkuðum sem Fjarskipti og 365 miðlar starfa á. Þá hefur eftirlitið einnig óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Óskar Samkeppniseftirlitið að sjónarmið og gögn frá almenningi, fyrirtækjum og opinberum stofnunum berist eigi síðar en 26. maí en nálgast má eyðublöð á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.Kaup Fjarskipta á á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru undirrituð í mars síðastliðnum.Frá og með 28. apríl byrjuðu frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samrunann að líða eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst eftirlitinu. Frá þeim degi hefur Samkeppniseftirlitið 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56
Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07