Segir stofnun Framfarafélagsins merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins Nadine Guðrún Yaghi og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 28. maí 2017 19:57 Stjórnmálafræðingur segir stofnun Framfarafélagsins vera enn eitt merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins. Með stofnun félagsins opnist margar leiðir fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra er formaður Framfarafélagsins en hann sagði í ræðu sinni í gær á fyrsta fundi félagsins að það eigi að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið stendur frammi fyrir. Sigmundur sagði að allir flokkar ættu að geta nýtt sér starf félagsins. Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund félagsins en þangað mættu mótherjar Sigmundar Davíðs úr Framsóknarflokknum ekki. Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, segir margar leiðir opnast fyrir Sigmund Davíð með stofnun félagsins.Þetta gæti verið ansi klókur leikur hjá honum og ég er ekki sú fyrsta sem segir það. Hann er bæði að sýna hver hans staða er í dag og jafnframt er hann að búa til umræðuvettvang og mögulega vettvang sem gæti orðið einhverskonar stjórnmálaflokkur í framtíðinni. Þannig sé stofnun félagsins mögulega vettvangur fyrir sérframboð Sigmundar í framtíðinni. „Átökin innan Framsóknarflokksins hefur ekkert að gera með málefnin heldur fyrst og fremst persónur og leikendur eða hver á að leiða flokkinn. Þannig maður veit svo sem ekki ef að þetta verður mögulega framboð einhverntímann í framtíðinni hversu frábrugðið það yrði til dæmis Framsóknarflokknum.“Helduru að þetta nýja félag eigi eftir að koma til með að veikja eða styrkja stöðu Framsóknarflokksins?„Ég held að þetta nýja félag sé bara mögulega enn eitt merkið um átökin sem eru innan flokksins. Staðan er frekar veik eins og er og þetta er klárlega ekki til að styrkja stöðu Framsóknarflokksins sem heildstæð flokks sem kemur fram sameinaður en við eigum eftir að sjá hvernig þetta spilast út.“ Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir stofnun Framfarafélagsins vera enn eitt merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins. Með stofnun félagsins opnist margar leiðir fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra er formaður Framfarafélagsins en hann sagði í ræðu sinni í gær á fyrsta fundi félagsins að það eigi að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið stendur frammi fyrir. Sigmundur sagði að allir flokkar ættu að geta nýtt sér starf félagsins. Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund félagsins en þangað mættu mótherjar Sigmundar Davíðs úr Framsóknarflokknum ekki. Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, segir margar leiðir opnast fyrir Sigmund Davíð með stofnun félagsins.Þetta gæti verið ansi klókur leikur hjá honum og ég er ekki sú fyrsta sem segir það. Hann er bæði að sýna hver hans staða er í dag og jafnframt er hann að búa til umræðuvettvang og mögulega vettvang sem gæti orðið einhverskonar stjórnmálaflokkur í framtíðinni. Þannig sé stofnun félagsins mögulega vettvangur fyrir sérframboð Sigmundar í framtíðinni. „Átökin innan Framsóknarflokksins hefur ekkert að gera með málefnin heldur fyrst og fremst persónur og leikendur eða hver á að leiða flokkinn. Þannig maður veit svo sem ekki ef að þetta verður mögulega framboð einhverntímann í framtíðinni hversu frábrugðið það yrði til dæmis Framsóknarflokknum.“Helduru að þetta nýja félag eigi eftir að koma til með að veikja eða styrkja stöðu Framsóknarflokksins?„Ég held að þetta nýja félag sé bara mögulega enn eitt merkið um átökin sem eru innan flokksins. Staðan er frekar veik eins og er og þetta er klárlega ekki til að styrkja stöðu Framsóknarflokksins sem heildstæð flokks sem kemur fram sameinaður en við eigum eftir að sjá hvernig þetta spilast út.“
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Sjá meira