Dúx Verzlunarskólans: „Ég var alls ekki alltaf að læra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 16:15 Katarina Kekic útskrifaðist af viðskiptafræðibraut Verzlunarskóla Íslands í gær með 9,23 í meðaleinkunn. Vísir/Aðsent „Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn. Dúxar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
„Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn.
Dúxar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent