„Þetta var afar erfið keppni, ég ætlaði að reyna að stela þessu í ræsingunni en það gekk ekki. Allt í einu fóru dekkin að virka betur og ég gat notað þau til að stela forystunni af Kimi. Við gátum sem lið stungið aðeins af og það gátum við gert. Ég kom sjálfum mér á óvart í dag að hafa getað náð forystunni,“ sagði Vettel eftir keppnina.
„Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður, en er þó enn annað sæti. Ég hefði viljað ná meira út úr deginum,“ sagði Raikkonen eftir keppnina.
„Ég er glaðari í dag en ég var í gær. Við hefðum geta gert betur í gær en ég náði að vinna vel úr stöðunni í dag með því að stela þriðja sætinu í gegnum þjónustuhléin,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji á Red Bull bílnum.
„Við urðum að nýta það að Mercedes var í vandræðum. Við stóðum okkur afar vel og það er rétt að þakka öllum fyrir frábæra helgi,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins.
„Við erum nokkuð ánægð með þriðja sætið í dag. Við klúðruðum tímatökunni aðeins í gær og ef við hefðum geta gert meira þar þá hefðum við geta keppt við Ferrari. Verstappen var vissulega aðeins blóðheitur í talstöðinni en það er eðlilegt í Mónakó, það er mikið undir. Við munum setjast niður með honum og útskýra fyrir Max hvernig við háttuðum hlutunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. Max Verstappen var ekki sáttur við að missa Ricciardo fram úr sér í gegnum þjónustuhléin.

„Okkur tókst aldrei að halda dekkjunum í skefjum. Þau virkuðu eina stundina og svo alls ekki þá næstu. Við klúðruðum uppsetningunni strax á fimmtudag og okkur tókst ekki að bjarga helginni. Við þurfum að skilja dekkin betri,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Hann telur að skilningur á dekkjunum þurfi að aukast innan liðsins.
„Ég rak hausinn í varnarvegginn og þarf því að fara aftur í athuganir í næstu viku. Ég vona að þetta vekji ekki upp meiðslin sem ég var að glíma við í upphafi timabils. Þetta var kjánaleg tilraun hjá Jenson,“ sagði Pascal Wehrlein sem velti Sauber bílnum.
„Hann sá mig ekki koma, það er erfitt að sjá aftur fyrir sig í þessum bílum. Ég var glaður að sjá að það var í lagi með hann. Það eru framfarir innan liðsins hjá McLaren. Auðvitað skiptir mestu að Pascal er í lagi,“ sagði Jenson Button sem olli veltu Wehrlein.