Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 17:05 Áslaug lýsir því hvernig rafhlaðan dansaði á gólfinu á meðan hún sprakk. Facebook Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“ Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira