Gott mál að spítalinn fái stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Birgir Jakobsson, Landlæknir vísir/stefán Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira