Vettel: Kominn tími til að Ferrari vinni í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. maí 2017 18:15 Sebastian Vettel. Vísir/Getty Ferrari hefur ekki unnið í Mónakó síðan 2001 þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark. „Ég myndi segja að það sé kominn tími til að Ferrari vinni hér aftur. Okkur bráðlangar að vinna þessa keppni. Það vilja allir vinna í Mónakó enda sérstök keppni. Ég held að ef allir fengju að velja eina keppni á tímabilinu til að vinna myndu allir velja Mónakó,“ sagði Vettel. Vettel byrjaði helgina vel, varð annar á æfingum í gær á eftir Lewis Hamilton á Mercedes en fljótastur á seinni æfingunni. Hann er hingað til sá eini sem hefur stungið sér undir eina mínútu og 13 sekúndur. Hann á hraðasta hring sem ekinn hefur verið á brautinni í því formi sem hún er núna. Tímatakan skiptir hvergi meira máli en einmitt á brautinni í Mónakó. Það verður því gríðarleg spenna um helgina, sérstaklega þegar tímatakan fer fram á laugardag. Mercedes liðið átti erfitt með uppsetningu bílsins á seinni æfingu gærdagsins en er þrátt fyrir allt líklegt til afreka á laugardag og sunnudag. Hamilton vill ná að vinna í Mónakó annað árið í röð. Hann vann í fyrra eftir ótrúleg mistök verkfræðinga Red Bull liðsins, sem kölluðu Daniel Ricciardo inn á þjónustusvæðið að óþörfu, sem kostaði hann allt að því unna keppni.Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ferrari hefur ekki unnið í Mónakó síðan 2001 þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark. „Ég myndi segja að það sé kominn tími til að Ferrari vinni hér aftur. Okkur bráðlangar að vinna þessa keppni. Það vilja allir vinna í Mónakó enda sérstök keppni. Ég held að ef allir fengju að velja eina keppni á tímabilinu til að vinna myndu allir velja Mónakó,“ sagði Vettel. Vettel byrjaði helgina vel, varð annar á æfingum í gær á eftir Lewis Hamilton á Mercedes en fljótastur á seinni æfingunni. Hann er hingað til sá eini sem hefur stungið sér undir eina mínútu og 13 sekúndur. Hann á hraðasta hring sem ekinn hefur verið á brautinni í því formi sem hún er núna. Tímatakan skiptir hvergi meira máli en einmitt á brautinni í Mónakó. Það verður því gríðarleg spenna um helgina, sérstaklega þegar tímatakan fer fram á laugardag. Mercedes liðið átti erfitt með uppsetningu bílsins á seinni æfingu gærdagsins en er þrátt fyrir allt líklegt til afreka á laugardag og sunnudag. Hamilton vill ná að vinna í Mónakó annað árið í röð. Hann vann í fyrra eftir ótrúleg mistök verkfræðinga Red Bull liðsins, sem kölluðu Daniel Ricciardo inn á þjónustusvæðið að óþörfu, sem kostaði hann allt að því unna keppni.Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira