Hamilton og Vettel fljótastir á æfingum í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2017 17:45 Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur, en Vettel var annar fljótastur á æfingunni einungis 0,196 sekúndum á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji um þriðjungi úr sekúndu á eftir Hamilton. Jenson Button snéri aftur í dag og var undir stýri í McLaren bílnum sem Fernando Alonso skyldi eftir auðan þegar hann fór til Bandaríkjanna að keppa í Indy 500. Button varð 14. á æfingunni. Rétt um einum tíunda úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Stoffel Vandoorne. Fyrstu tíu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Esteban Ocon á Force India var tíundi sléttri sekúdnu á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Renault og Marcus Ericsson á Sauber voru síðastir og náðu ekki að setja tíma.Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur allra í dag.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel var í sérflokki á seinni æfingunni. Hann var tæplega hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð annar. Vettel var eini sem komst undir eina mínútu og 13 sekúndur. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Mercedes liðið hitti á kolranga uppstillingu bílsins á seinni æfingunni. Hamilton varð áttundi á meðan Valtteri Bottas varð 10. Þeir voru rúmlega sekúndu á eftir Vettel. Renault bíll Jolyon Palmer bilaði snemma á æfingunni og hann náði einungis að aka átta hringi. Lance Stroll á Williams missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á varnarvegg. Fjöðrunin brotnaði hægra megin að framan. Hinn ungi Stroll hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn það sem af er tímabili og mistök eins og þessi í dag gera lítið til að létta pressunni af honum. Bein útsending frá tímatökunni í Mónakó hefst klukkan 11:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30 Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00 Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur, en Vettel var annar fljótastur á æfingunni einungis 0,196 sekúndum á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji um þriðjungi úr sekúndu á eftir Hamilton. Jenson Button snéri aftur í dag og var undir stýri í McLaren bílnum sem Fernando Alonso skyldi eftir auðan þegar hann fór til Bandaríkjanna að keppa í Indy 500. Button varð 14. á æfingunni. Rétt um einum tíunda úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Stoffel Vandoorne. Fyrstu tíu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Esteban Ocon á Force India var tíundi sléttri sekúdnu á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Renault og Marcus Ericsson á Sauber voru síðastir og náðu ekki að setja tíma.Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur allra í dag.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel var í sérflokki á seinni æfingunni. Hann var tæplega hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð annar. Vettel var eini sem komst undir eina mínútu og 13 sekúndur. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Mercedes liðið hitti á kolranga uppstillingu bílsins á seinni æfingunni. Hamilton varð áttundi á meðan Valtteri Bottas varð 10. Þeir voru rúmlega sekúndu á eftir Vettel. Renault bíll Jolyon Palmer bilaði snemma á æfingunni og hann náði einungis að aka átta hringi. Lance Stroll á Williams missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á varnarvegg. Fjöðrunin brotnaði hægra megin að framan. Hinn ungi Stroll hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn það sem af er tímabili og mistök eins og þessi í dag gera lítið til að létta pressunni af honum. Bein útsending frá tímatökunni í Mónakó hefst klukkan 11:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30 Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00 Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30
Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00
Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30