Erfir ekki sambýlismann sinn til þrettán ára: "Erum bara klassískt íslenskt par“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:55 Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp." Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp."
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira