Betri byrjun hjá Valsmönnum en þegar þeir urðu síðast meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 06:00 Sigurður Egill Lárusson hefur skorað í þremur leikjum í röð. Vísir/Eyþór Stjarnan og Valur eru í tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bæði hafa unnið þrjá leiki og hafa enn ekki tapað leik í sumar. Stjörnumenn þekkja það vel að byrja mótið vel undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar en þetta er hinsvegar langbesta byrjun Ólafs Jóhannessonar með Valsliðið. Valur hefur unnið fleiri leiki í fyrstu fjórum umferðunum í ár (3) en samanlagt í fyrstu fjórum umferðunum á tveimur fyrstu tímabilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn eru þannig sex sætum ofar í dag en þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan. Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru af tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir en Valsmenn hafa ekki verið þar í áratug á þessum tíma. Sumarið 2007, síðasta tímabil Valsmanna inn á topp tvö eftir fjórar umferðir, var einmitt síðasta sumarið sem Hlíðarendapiltar unnu Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið í ár er þó að byrja betur en liðið sem vann titilinn fyrir tíu árum. Valsliðið 2007 vann „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og var því með tveimur stigum færra en Valsliðið í ár. Valsliðið 2017 hefur ennfremur skorað fjórum mörkum meira í fyrstu fjórum leikjum sínum en meistaraliðið frá 2007. Árið 1987 vann Valur einnig titilinn og þá var liðið með jafnmörg stig eftir fjóra leiki og nú. Stjörnumenn hafa unnið 11 af 16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu fjórum umferðunum 2014-2017 en næsti hluti mótsins hefur aftur á móti reynst Stjörnumönnum skeinuhættur undanfarin sumur. Liðið hefur þannig ekki náð að fagna sigri í umferðum fimm til sjö síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp). Nú reyndir því á Rúnar Pál og félagar að breyta þeirri hefð. Valsliðið er þegar búið að spila við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1 sigur) á meðan að næstu tveir leikir Garðbæinganna eru á móti FH-bönunum í Fjölni og svo á móti FH. Næstu leikir Valsmanna gætu líka verið sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV sem hafa bæði komið á óvart. Það þarf að fara tólf ár aftur í tímann til að finna betri byrjun hjá Valsliðinu en sumarið 2005 háði liðið harða baráttu um titilinn við FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm fyrstu leiki sumarsins því Ólafur Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum en þá var Íslandsmeistaratitilinn tryggður með sigri á Val.Sigurleikir Valsmanna í fyrstu fjórum umferðunum 2007 - 2 sigrar (0 töp) 2. sæti eftir fóra leiki 2008 - 2 (2) 5. sæti 2009 - 1 (2) 9. sæti 2010 - 1 (1) 8. sæti 2011 - 2 (2) 6. sæti 2012 - 2 (2) 5. sæti 2013 - 2 (0) 3. sæti 2014 - 2 (1) 5. sæti 2015 - 1 (2) 8. sæti 2017 - 3 (0) 2. sætiSigurleikir Stjörnumanna í fyrstu fjórum umferðunum 2009 - 3 sigrar (1 tap) 3. sæti eftir fóra leiki 2010 - 1 (1) 7. sæti 2011 - 2 (1) 3. sæti 2012 - 2 (0) 3. sæti 2013 - 2 (1) 5. sæti 2014 - 3 (0) 2. sæti 2015 - 2 (0) 2. sæti 2016 - 3 (0) 1. sæti 2017 - 3 (0) 1. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Stjarnan og Valur eru í tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bæði hafa unnið þrjá leiki og hafa enn ekki tapað leik í sumar. Stjörnumenn þekkja það vel að byrja mótið vel undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar en þetta er hinsvegar langbesta byrjun Ólafs Jóhannessonar með Valsliðið. Valur hefur unnið fleiri leiki í fyrstu fjórum umferðunum í ár (3) en samanlagt í fyrstu fjórum umferðunum á tveimur fyrstu tímabilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn eru þannig sex sætum ofar í dag en þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan. Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru af tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir en Valsmenn hafa ekki verið þar í áratug á þessum tíma. Sumarið 2007, síðasta tímabil Valsmanna inn á topp tvö eftir fjórar umferðir, var einmitt síðasta sumarið sem Hlíðarendapiltar unnu Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið í ár er þó að byrja betur en liðið sem vann titilinn fyrir tíu árum. Valsliðið 2007 vann „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og var því með tveimur stigum færra en Valsliðið í ár. Valsliðið 2017 hefur ennfremur skorað fjórum mörkum meira í fyrstu fjórum leikjum sínum en meistaraliðið frá 2007. Árið 1987 vann Valur einnig titilinn og þá var liðið með jafnmörg stig eftir fjóra leiki og nú. Stjörnumenn hafa unnið 11 af 16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu fjórum umferðunum 2014-2017 en næsti hluti mótsins hefur aftur á móti reynst Stjörnumönnum skeinuhættur undanfarin sumur. Liðið hefur þannig ekki náð að fagna sigri í umferðum fimm til sjö síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp). Nú reyndir því á Rúnar Pál og félagar að breyta þeirri hefð. Valsliðið er þegar búið að spila við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1 sigur) á meðan að næstu tveir leikir Garðbæinganna eru á móti FH-bönunum í Fjölni og svo á móti FH. Næstu leikir Valsmanna gætu líka verið sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV sem hafa bæði komið á óvart. Það þarf að fara tólf ár aftur í tímann til að finna betri byrjun hjá Valsliðinu en sumarið 2005 háði liðið harða baráttu um titilinn við FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm fyrstu leiki sumarsins því Ólafur Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum en þá var Íslandsmeistaratitilinn tryggður með sigri á Val.Sigurleikir Valsmanna í fyrstu fjórum umferðunum 2007 - 2 sigrar (0 töp) 2. sæti eftir fóra leiki 2008 - 2 (2) 5. sæti 2009 - 1 (2) 9. sæti 2010 - 1 (1) 8. sæti 2011 - 2 (2) 6. sæti 2012 - 2 (2) 5. sæti 2013 - 2 (0) 3. sæti 2014 - 2 (1) 5. sæti 2015 - 1 (2) 8. sæti 2017 - 3 (0) 2. sætiSigurleikir Stjörnumanna í fyrstu fjórum umferðunum 2009 - 3 sigrar (1 tap) 3. sæti eftir fóra leiki 2010 - 1 (1) 7. sæti 2011 - 2 (1) 3. sæti 2012 - 2 (0) 3. sæti 2013 - 2 (1) 5. sæti 2014 - 3 (0) 2. sæti 2015 - 2 (0) 2. sæti 2016 - 3 (0) 1. sæti 2017 - 3 (0) 1. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira