Skattstjórinn er enn í grunnskóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2017 20:00 Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð. Krakkar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð.
Krakkar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira