Á listanum eru 3 bílar frá Toyota og kemur það ekki á óvart miðað við þá áherslu sem Toyota leggur á umhverfisvernd í framleiðslu bíla sinna. Kia á tvo bíla á listanum en aðrar framleiðendur aðeins einn bíl. Efstur á blaði er Hyundai Ionic Electric með grænu einkunnina 64 og umhverfisskaðastuðulinn 0,78.
- Hyundai Ionic Electric 64 0,78
- BMW i3 64 0,80
- Toyota Prius Eco 62 0,85
- Fiat 500 E 62 0,86
- Nissan Leaf 60 0,91
- Chevrolet Bolt 59 0,93
- Kia Soul EV 59 0,94
- Toyota Prius Prime 59 0,95
- Toyota Prius C 58 0,97
- Ford Focus Electric 58 0,98
- Honda Accord Hybrid 58 0,98
- Kia Niro FE 58 0,98
Fyrir utan Toyota Prius Eco eru 7 efstu bílarnir hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ef samskonar aðferðir eru notaðar til að finna út hvaða bílgerðir eru mestu umhverfissóðarnir þá kemur í ljós að efstir á blaði eru risastóru og öflugu bílarnir Bentley Mulsanne og Continental GT og þar á eftir Mercedes Benz AMG G65 jeppinn. Annars eru stórir og öflugir jeppar helstu bílarnir sem fylla lista mestu umhverfissóðanna. Mercedes Benz AMG G65 er með grænu einkunnina 21 og umhverfisskaðastuðulinn 3,02.
