Undirbúningur opnunarinnar í þrjú ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða. „Þetta er okkar venjulega verð,“ segir Brett Vigelskas, einn af stjórnendum Costco á Íslandi. Hann var í óðaönn að undirbúa opnunina þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Um það bil þrjú ár eru liðin frá því að Costco fór fyrst að undirbúa opnunina. Þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verslunin yrði opnuð árið 2015 segir Brett að ferlið hafi gengið mjög vel. Stærstu aðilarnir á markaðnum hér heima hafa undirbúið sig undir breytingar á markaðnum. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því að Hagar, stærsta smásöluverslunarfyrirtæki á Íslandi, hafi samið um kaup á Lyfju og Olís. Þegar kaupin verða frágengin má gera ráð fyrir að Hagar verði helmingi stærri en fyrirtækið er núna. Þá var greint frá kaupum Skeljungs á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland, á sunnudag. Vigelskas vill ekki tjá sig um viðbrögð annarra aðila. „Ég ætla ekki að tjá mig um rekstur annarra. Við erum bara að vinna í okkar. Að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.“ Hann vill heldur ekki tjá sig neitt um það hvort og þá hvaða áhrif Costco á Íslandi hefur á markaðinn. „Það er ekki markmið okkar, heldur bara að vinna viðskiptin eins og okkur er lagið,“ segir Vigelskas. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjá meira
Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða. „Þetta er okkar venjulega verð,“ segir Brett Vigelskas, einn af stjórnendum Costco á Íslandi. Hann var í óðaönn að undirbúa opnunina þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Um það bil þrjú ár eru liðin frá því að Costco fór fyrst að undirbúa opnunina. Þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verslunin yrði opnuð árið 2015 segir Brett að ferlið hafi gengið mjög vel. Stærstu aðilarnir á markaðnum hér heima hafa undirbúið sig undir breytingar á markaðnum. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því að Hagar, stærsta smásöluverslunarfyrirtæki á Íslandi, hafi samið um kaup á Lyfju og Olís. Þegar kaupin verða frágengin má gera ráð fyrir að Hagar verði helmingi stærri en fyrirtækið er núna. Þá var greint frá kaupum Skeljungs á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland, á sunnudag. Vigelskas vill ekki tjá sig um viðbrögð annarra aðila. „Ég ætla ekki að tjá mig um rekstur annarra. Við erum bara að vinna í okkar. Að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.“ Hann vill heldur ekki tjá sig neitt um það hvort og þá hvaða áhrif Costco á Íslandi hefur á markaðinn. „Það er ekki markmið okkar, heldur bara að vinna viðskiptin eins og okkur er lagið,“ segir Vigelskas.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjá meira
Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00