Anton: Við slátruðum þeim

„Það skiptir engu máli hvort við séum þremur undir eða þremur yfir, við spilum bara okkar leik. Við vorum bara ánægðir með að vera tveimur undir í hálfleik og vissum það að þegar við myndum komast á skrið þá er ekkert lið að fara að stoppa okkur. Við gerðum það í síðari hálfleik og við gjörsamlega slátruðum þeim,“ bætti Anton við en Valsmenn unnu síðari hálfleikinn með níu mörkum.
Sigurður Ingiberg Ólafsson kom gríðarlega öflugur inn í Valsmarkið í seinni hálfleik eftir að Hlynur Morthens hafði varið ágætlega í þeim fyrri.
„Siggi kemur frábær inn, hann er búinn að vera heitur í síðustu leikjum og búinn að eiga frábært tímabil. Við erum klókir og lögðum þetta upp sem úrslitaleik og uppskárum eftir því.“
Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu unnust á útivelli og Valsmenn unnu því þrjá leiki hér í Kaplakrika.
„Við vorum búnir að vinna hér tvisvar áður og vissum að við gætum gert það í þriðja sinn. Þetta var mikilvægasti leikurinn á tímabilinu, hann var ekki síðasta fimmtudag. Nú var allt undir og þá erum við klárir. Ég er virkilega stoltur af þessu,“ sagði Anton að lokum.
Tengdar fréttir

Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega
"Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH.

Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu
"Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik.

Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins
Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag.