Segir stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerð blygðunarlaust á börn á flótta Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2017 20:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. vísir/stefán Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20
Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00