Matthías Vilhjálmsson var heldur betur á skotskónum fyrir lið sitt, Rosenborg, í norsku bikarkeppninni í kvöld.
Matthías skoraði þá þrennu fyrir Rosenborg í 2-4 sigri á Levanger. Mörkin hans Matthíasar komu á 42., 67., og 70. mínútu.
Þetta var leikur í 32-liða úrslitum keppninnar en lunginn af leikjunum í þessari umferð fór fram núna í kvöld.
Matthías var aftur á móti eini Íslendingurinn sem komst á blað.
Þrennukvöld hjá Matthíasi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


