Tiger Woods var handtekinn í Flórída á dögunum og það þarf ekki að koma á óvart að lögreglumenn hafi talið að hann væri ölvaður.
Tiger var nefnilega sofandi í bílnum og afar þvoglumæltur er lögreglumenn náðu sambandi við hann. Síðar kom í ljós að hann var stútfullur af verkjalyfjum en ekki ölvaður.
Nú hefur lekið út að bifreið hans var einnig illa leikin. Það var sprungið á tveimur dekkjum, stuðararnir skemmdir og fleiri rispur voru á Benzinum hans. Eitthvað hafði gengið á er Tiger keyrði af stað lyfjaður út úr heiminum.
Þó svo Tiger hafi ekki verið ölvaður þá braut hann lög og þarf að mæta fyrir rétt í næsta mánuði.
Benzinn hans Tigers var stórskemmdur

Tengdar fréttir

Tiger: Ekki liðið svona vel í mörg ár
Tiger Woods fór á dögunum í sína fjórðu bakaðgerð og segir að sér líði einstaklega vel eftir hana.

Tiger var sofandi í bílnum en ekki fullur
Tiger Woods fannst sofandi í Mercedes-bifreið sinni en ekki vottur af áfengi var í honum.

Komst upp fyrir Tiger á heimslistanum: Þessu verður fagnað
Haraldur Franklín Magnús sló á létta strengi á Facebook-síðu sinni.

Tiger segist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis
Kylfingurinn hefur tjáð sig eftir að hann var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum vímugjafa í gær.

Tiger gripinn ölvaður undir stýri
Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri.