Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Vefurinn Axios greinir frá þessu og vísar í tvo ólíka heimildarmenn. Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku og sagðist þurfa meiri tíma til umhugsunar. Sagði hann í tísti að hann hugðist tilkynna um ákvörðun sína í þessari viku. Um tvö hundruð ríki náðu samkomulagi á fundi sínum í París 2015 sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bandaríkin sig til að draga úr losun um 26 til 28 prósent fram til ársins 2025, miðað við losunina 2005. Markmið samkomulagsins er að tryggja að hlýnun jarðar haldist vel fyrir innan tvær gráður. Axios segir að Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vinni nú að útfærslu úrsagnarinnar. Í frétt Reuters segir að 22 öldungadeildarþingmenn Repúblikana, meðal annars leiðtoginn Mitch McConnell, hafi þrýst mjög á að Bandaríkin dragi sig úr samkomulaginu.Uppfært 13:30: Trump hefur greint frá því á Twitter að hann muni taka ákvörðun um Parísarsamkomulagið á næstu dögum. Lýkur hann færslunni á árunum „Make America Great Again“, sem var slagorð hans í kosningabaráttunni á síðasta ári.I will be announcing my decision on the Paris Accord over the next few days. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Vefurinn Axios greinir frá þessu og vísar í tvo ólíka heimildarmenn. Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku og sagðist þurfa meiri tíma til umhugsunar. Sagði hann í tísti að hann hugðist tilkynna um ákvörðun sína í þessari viku. Um tvö hundruð ríki náðu samkomulagi á fundi sínum í París 2015 sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bandaríkin sig til að draga úr losun um 26 til 28 prósent fram til ársins 2025, miðað við losunina 2005. Markmið samkomulagsins er að tryggja að hlýnun jarðar haldist vel fyrir innan tvær gráður. Axios segir að Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vinni nú að útfærslu úrsagnarinnar. Í frétt Reuters segir að 22 öldungadeildarþingmenn Repúblikana, meðal annars leiðtoginn Mitch McConnell, hafi þrýst mjög á að Bandaríkin dragi sig úr samkomulaginu.Uppfært 13:30: Trump hefur greint frá því á Twitter að hann muni taka ákvörðun um Parísarsamkomulagið á næstu dögum. Lýkur hann færslunni á árunum „Make America Great Again“, sem var slagorð hans í kosningabaráttunni á síðasta ári.I will be announcing my decision on the Paris Accord over the next few days. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2017
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
„Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03
Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58
Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09