Staða Viðreisnar afar þröng Snærós Sindradóttir skrifar 31. maí 2017 06:00 Heimildir Fréttablaðsins herma að bæði Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir harðneiti að fara fyrir lista Viðreisnar í borginni. vísir/vilhelm/anton Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira