Staða Viðreisnar afar þröng Snærós Sindradóttir skrifar 31. maí 2017 06:00 Heimildir Fréttablaðsins herma að bæði Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir harðneiti að fara fyrir lista Viðreisnar í borginni. vísir/vilhelm/anton Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira