Víðishjartað er rosalega sterkt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2017 06:00 Jón Gunnar Sæmundsson er fyrirliði Víðis. vísir/stefán 16-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstaklega ef við komumst lengra en í 32-liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stígandi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gærkvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort uppaldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leikmenn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust.Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16-liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum komist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auðvitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Keflavík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiðablik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkismanna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug síðan. „Ég býð þá bara velkomna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti. Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
16-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstaklega ef við komumst lengra en í 32-liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stígandi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gærkvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort uppaldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leikmenn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust.Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16-liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum komist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auðvitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Keflavík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiðablik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkismanna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug síðan. „Ég býð þá bara velkomna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti.
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira