Grétar Sigfinnur nýr liðsmaður Pepsi-markanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2017 17:25 Grétar Sigfinnur hefur unnið sjö stóra titla á glæsilegum ferli. vísir/andri marinó Pepsi-mörkin eru búin að finna eftirmann Loga Ólafssonar sem hvarf á braut úr þættinum þegar hann var ráðinn þjálfari Víkings í Pepsi-deildinni. Í hans stað kemur inn nýr sérfræðingur í sjónvarpi, Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Grétar, sem í dag leikur með Þrótti í Inkasso-deildinni, á að baki 244 leiki og 26 mörk í efstu deild með Víkingi, Val, KR og nú síðast Stjörnunni á síðustu leiktíð. Þessi 35 ára gamli uppaldi KR-ingur varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árin 2011 og 2013. Þá vann hann bikarinn árin 2008, 2011, 2012 og 2014 með KR og einu sinni með Val árið 2005. Grétar spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild árið 2004 með Víkingi og var þá markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að spila sem miðvörður. Hann fór á lán til Vals ári síðar og var hluti af ótrúlegu liði Valsmanna sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði og vann bikarinn. Hann fór aftur til Víkings árið 2006 og átti stóran þátt í að halda liðinu í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1992 en árið 2008 gekk hann í raðir KR og vann sex stóra titla á átta árum. Grétar sagði skilið við Pepsi-deildina síðasta haust og samdi við Þrótt þar sem hann var gerður að fyrirliða. Þróttarar eru í öðru sæti Inkasso-deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Grétar hefur í byrjun tímabils vakið nokkra athygli fyrir störf sín sem sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en hann lætur nú af störfum þar og tekur sæti við háborðið í Pepsi-mörkunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Hjörvar Hafliðason verða vitaskuld áfram sérfræðingar Pepsi-markanna og gera upp sjöttu umferðina á mánudaginn kemur en frumsýning á Grétari verður í sjöundu umferð, eftir landsleikjafríið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Pepsi-mörkin eru búin að finna eftirmann Loga Ólafssonar sem hvarf á braut úr þættinum þegar hann var ráðinn þjálfari Víkings í Pepsi-deildinni. Í hans stað kemur inn nýr sérfræðingur í sjónvarpi, Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Grétar, sem í dag leikur með Þrótti í Inkasso-deildinni, á að baki 244 leiki og 26 mörk í efstu deild með Víkingi, Val, KR og nú síðast Stjörnunni á síðustu leiktíð. Þessi 35 ára gamli uppaldi KR-ingur varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árin 2011 og 2013. Þá vann hann bikarinn árin 2008, 2011, 2012 og 2014 með KR og einu sinni með Val árið 2005. Grétar spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild árið 2004 með Víkingi og var þá markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að spila sem miðvörður. Hann fór á lán til Vals ári síðar og var hluti af ótrúlegu liði Valsmanna sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði og vann bikarinn. Hann fór aftur til Víkings árið 2006 og átti stóran þátt í að halda liðinu í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1992 en árið 2008 gekk hann í raðir KR og vann sex stóra titla á átta árum. Grétar sagði skilið við Pepsi-deildina síðasta haust og samdi við Þrótt þar sem hann var gerður að fyrirliða. Þróttarar eru í öðru sæti Inkasso-deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Grétar hefur í byrjun tímabils vakið nokkra athygli fyrir störf sín sem sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en hann lætur nú af störfum þar og tekur sæti við háborðið í Pepsi-mörkunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Hjörvar Hafliðason verða vitaskuld áfram sérfræðingar Pepsi-markanna og gera upp sjöttu umferðina á mánudaginn kemur en frumsýning á Grétari verður í sjöundu umferð, eftir landsleikjafríið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30