Golf

Komst upp fyrir Tiger á heimslistanum: Þessu verður fagnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. vísir/stefán
Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús greindi frá því á Facebook-síðu sinni að hann væri nú kominn upp fyrir Tiger Woods á heimslistanum í golfi, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann gerðist atvinnukylfingur.

„Mega ekki allir eiga einn kjánalegan montstatus,“ sagði Haraldur Franklín í léttum dúr í færslunni sinni sem má lesa hér fyrir neðan.

Eins og hann bendir sjálfur á hefur Tiger lítið spilað undanfarin ár vegna þrálátra meiðsla. Woods er einn sigursælasti kylfingur sögunnar með fjórtán sigra á stórmótum.

Hann var þó handtekinn í gær fyrir að aka undir áhrifum vímugjafa eins og fjallað hefur verið um.




Tengdar fréttir

Tiger gripinn ölvaður undir stýri

Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×