Golf

Tiger segist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Handtökumyndin af Tiger hefur vakið mikla athygli.
Handtökumyndin af Tiger hefur vakið mikla athygli. Vísir/Getty
Tiger Woods fullyrðir að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn í bænum Jupiter í Flórída í gær.

Frettir bárust af handtöku Tigers um heimsbyggðina síðdegis í gær en hann var sakaður um að hafa ekið undir áhrifum vímugjafa.

„Ég vil að almenningur viti að áfengi kom ekki við sögu. Þetta var vegna óvæntra samverkandi áhrifa lyfseðilsskyldra lyfja,“ sagði Tiger samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefðu haft svona mikil áhrif á mig.“

Þess má geta að Tiger hefur glímt við erfið meiðsli í baki undanfarin á. Kylfingurinn er nýkominn úr sinni fjórðu bakaðgerð og sagði á dögunum að sér hefði ekki liðið svona vel lengi.

„Ég vil biðja fjölskyldu mína, vini og aðdáendur afsökunar. Ég geri líka meiri kröfur til mín.“

Myndin af Tiger sem fór um heimsbyggðina eftir handtökuna hefur vakið mikla athygli. Þetta er mikið áfall fyrir hann eftir að hjónaband hans hrundi árið 2009 og upp komst um stórfellt framhjáhald hans.

Woods hefur unnið samtals fjórtán stórmót á ferlinum, næstflest allra frá upphafi. Hann hefur hins vegar ekki unnið stórmót síðan hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008.


Tengdar fréttir

Tiger gripinn ölvaður undir stýri

Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×