Var á golfvellinum tólf tíma á dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2017 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson verður að venju í lykilhlutverki þegar áhorfendur munu troðfylla Laugardalsvöllinn á sunnudagskvöld. vísir/ernir Ísland mætir Króatíu á sunnudag í einum mikilvægasta landsleik síðari ára en með sigri koma strákarnir okkar sér í lykilstöðu fyrir baráttuna um sæti á HM í Rússlandi. Tap í leiknum þýðir hins vegar að baráttan um efsta sæti riðilsins og sjálfkrafa þátttökurétt í lokakeppninni verður líklega úr sögunni. Strákarnir okkar hafa mætt Króötum þrívegis undanfarin ár en aldrei borið sigur úr býtum. Ísland hélt þó jöfnu í markalausu jafntefli á Laugardalsvelli árið 2013 en stóra vandamálið er að liðið hefur ekki náð að skora í neinum leikjanna. Gylfi Þór Sigurðsson þarf að eiga stórleik, að venju, til að liðinu farnist vel annað kvöld og hann hefur ekki áhyggjur af þessu. „Við þurfum bara að vera rólegir á boltanum. Ég hef trú á því að við munum fá fullt af færum – sérstaklega á heimavelli þar sem við erum vanir því að skapa mikið af færum, hvort sem er með föstum leikatriðum eða í gegnum venjulegt spil,“ sagði Gylfi við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. „Auðvitað þarf vörnin okkar að vera þétt eins og hún hefur áður verið. Ég veit að við eigum eftir að skapa okkur færi – það þarf bara að nýta þau.“Hljóp næstum tíu maraþon Gylfi fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með Swansea á liðnu tímabili enda var hann að öðrum ólöstuðum langbesti leikmaður liðsins sem tókst með herkjum að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Telja margir sérfræðingar að Gylfi eigi heima í sterkara liði en hann baðst undan spurningum um framtíð sína og vangaveltur um möguleg félagaskipti. Gylfi skoraði níu mörk með Swansea og gaf þrettán stoðsendingar en aðeins Kevin De Bruyne og Christian Eriksen hjá Tottenham voru með fleiri stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Gylfi spilaði nánast alla leiki með Swansea og hljóp mest allra leikmanna í deildinni – alls 410 kílómetra yfir tímabilið allt. „Þetta var rosalega langt tímabil,“ segir Gylfi og brosir. „Þetta var örugglega það erfiðasta og lengsta tímabil sem ég hef gengið í gegnum á mínum ferli. Við vorum í botnbaráttu allt tímabilið og ég viðurkenni að þetta tók á. Það var mikill léttir þegar við vorum loksins öruggir.“Gylfi er klár í Króatíuleikinn þrátt fyrir langt og erfitt tímabil.vísir/ernirEkkert í símanum úti á velli Gylfi segir að hann eigi ekki í erfiðleikum með að núllstilla sig eftir langt og strangt tímabil og finna orku á nýjan leik fyrir krefjandi landsleik. „Það er eitthvað sem maður verður að geta gert og verður auðveldara með árunum. Það er líka auðveldara upp á framhaldið að gera, svo maður glati ekki lönguninni,“ segir Gylfi sem er öflugur kylfingur og notar golf til að slappa af. „Eftir tímabilið fór ég í rúma viku til Bandaríkjanna og var á golfvellinum í tólf tíma á dag. Ég var ekkert að spá í það hvað var verið að skrifa um mig í blöðunum enda lítið í símanum þegar ég er úti á velli,“ segir hann í léttum dúr. Gylfi nýtir tækifærið í Bandaríkjunum og spilar á mörgum bestu golfvöllum landsins, til að mynda TPC Sawgrass-vellinum, þar sem Players-meistaramót PGA-mótaraðarinnar fer fram ár hvert. „Við förum á hverju ári. Við erum reyndar tvo og hálfan tíma að keyra þangað en látum okkur hafa það. Við spilum líka aðra velli en þetta er auðvitað mikil upplifun – sérstaklega að koma inn á sextándu og sautjándu braut. Þetta er eitthvað sem maður er vanur að sjá í sjónvarpinu.“Viljum verja heimavígið Talið berst þó aftur að Króatíuleiknum. Gylfi fagnar því að endurheimta Alfreð Finnbogason úr meiðslum en það hefur gengið á ýmsu í framherjasveit íslenska liðsins og enn óvíst hvenær og hvort Kolbeinn Sigþórsson geti spilað á nýjan leik. Hann hefur ekkert spilað síðan á EM í Frakklandi síðasta sumar. „Það er mjög gott að Alfreð sé heill á ný. Hann er með markanef og skorar mikið, sérstaklega inni í boxinu. Hann virðist alltaf vera réttur maður á réttum stað. Ef við náum að koma okkur í færi er líklegt að hann verði á réttum stað,“ segir Gylfi. Ísland hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 2013, er liðið mætti Slóveníu. Síðan þá hefur Ísland spilað alls þrettán leiki – unnið tíu þeirra og gert þrjú jafntefli. Gylfi segir að enginn í landsliðinu vilji eyðileggja þann góða árangur. „Hugarfarið er í góðu lagi hjá leikmönnum, sérstaklega þar sem við eigum þennan sterka heimavöll þar sem okkur hefur gengið mjög vel. Þess utan getum við með sigri komið okkur í afar sterka stöðu í riðlinum og það er meira í húfi en bara þrjú stig. Það er því algert lykilatriði að verja okkar heimavígi.“ Fbl_Megin: Sjálfur segist Gylfi hundrað prósent klár í slaginn og að langt tímabil á Englandi sé ekki að há honum nú. „Ég var örlítið stífur á fyrstu æfingunni eftir fríið en þetta var svo fljótt að koma hjá mér. Ég er í toppstandi.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Ísland mætir Króatíu á sunnudag í einum mikilvægasta landsleik síðari ára en með sigri koma strákarnir okkar sér í lykilstöðu fyrir baráttuna um sæti á HM í Rússlandi. Tap í leiknum þýðir hins vegar að baráttan um efsta sæti riðilsins og sjálfkrafa þátttökurétt í lokakeppninni verður líklega úr sögunni. Strákarnir okkar hafa mætt Króötum þrívegis undanfarin ár en aldrei borið sigur úr býtum. Ísland hélt þó jöfnu í markalausu jafntefli á Laugardalsvelli árið 2013 en stóra vandamálið er að liðið hefur ekki náð að skora í neinum leikjanna. Gylfi Þór Sigurðsson þarf að eiga stórleik, að venju, til að liðinu farnist vel annað kvöld og hann hefur ekki áhyggjur af þessu. „Við þurfum bara að vera rólegir á boltanum. Ég hef trú á því að við munum fá fullt af færum – sérstaklega á heimavelli þar sem við erum vanir því að skapa mikið af færum, hvort sem er með föstum leikatriðum eða í gegnum venjulegt spil,“ sagði Gylfi við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. „Auðvitað þarf vörnin okkar að vera þétt eins og hún hefur áður verið. Ég veit að við eigum eftir að skapa okkur færi – það þarf bara að nýta þau.“Hljóp næstum tíu maraþon Gylfi fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með Swansea á liðnu tímabili enda var hann að öðrum ólöstuðum langbesti leikmaður liðsins sem tókst með herkjum að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Telja margir sérfræðingar að Gylfi eigi heima í sterkara liði en hann baðst undan spurningum um framtíð sína og vangaveltur um möguleg félagaskipti. Gylfi skoraði níu mörk með Swansea og gaf þrettán stoðsendingar en aðeins Kevin De Bruyne og Christian Eriksen hjá Tottenham voru með fleiri stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Gylfi spilaði nánast alla leiki með Swansea og hljóp mest allra leikmanna í deildinni – alls 410 kílómetra yfir tímabilið allt. „Þetta var rosalega langt tímabil,“ segir Gylfi og brosir. „Þetta var örugglega það erfiðasta og lengsta tímabil sem ég hef gengið í gegnum á mínum ferli. Við vorum í botnbaráttu allt tímabilið og ég viðurkenni að þetta tók á. Það var mikill léttir þegar við vorum loksins öruggir.“Gylfi er klár í Króatíuleikinn þrátt fyrir langt og erfitt tímabil.vísir/ernirEkkert í símanum úti á velli Gylfi segir að hann eigi ekki í erfiðleikum með að núllstilla sig eftir langt og strangt tímabil og finna orku á nýjan leik fyrir krefjandi landsleik. „Það er eitthvað sem maður verður að geta gert og verður auðveldara með árunum. Það er líka auðveldara upp á framhaldið að gera, svo maður glati ekki lönguninni,“ segir Gylfi sem er öflugur kylfingur og notar golf til að slappa af. „Eftir tímabilið fór ég í rúma viku til Bandaríkjanna og var á golfvellinum í tólf tíma á dag. Ég var ekkert að spá í það hvað var verið að skrifa um mig í blöðunum enda lítið í símanum þegar ég er úti á velli,“ segir hann í léttum dúr. Gylfi nýtir tækifærið í Bandaríkjunum og spilar á mörgum bestu golfvöllum landsins, til að mynda TPC Sawgrass-vellinum, þar sem Players-meistaramót PGA-mótaraðarinnar fer fram ár hvert. „Við förum á hverju ári. Við erum reyndar tvo og hálfan tíma að keyra þangað en látum okkur hafa það. Við spilum líka aðra velli en þetta er auðvitað mikil upplifun – sérstaklega að koma inn á sextándu og sautjándu braut. Þetta er eitthvað sem maður er vanur að sjá í sjónvarpinu.“Viljum verja heimavígið Talið berst þó aftur að Króatíuleiknum. Gylfi fagnar því að endurheimta Alfreð Finnbogason úr meiðslum en það hefur gengið á ýmsu í framherjasveit íslenska liðsins og enn óvíst hvenær og hvort Kolbeinn Sigþórsson geti spilað á nýjan leik. Hann hefur ekkert spilað síðan á EM í Frakklandi síðasta sumar. „Það er mjög gott að Alfreð sé heill á ný. Hann er með markanef og skorar mikið, sérstaklega inni í boxinu. Hann virðist alltaf vera réttur maður á réttum stað. Ef við náum að koma okkur í færi er líklegt að hann verði á réttum stað,“ segir Gylfi. Ísland hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 2013, er liðið mætti Slóveníu. Síðan þá hefur Ísland spilað alls þrettán leiki – unnið tíu þeirra og gert þrjú jafntefli. Gylfi segir að enginn í landsliðinu vilji eyðileggja þann góða árangur. „Hugarfarið er í góðu lagi hjá leikmönnum, sérstaklega þar sem við eigum þennan sterka heimavöll þar sem okkur hefur gengið mjög vel. Þess utan getum við með sigri komið okkur í afar sterka stöðu í riðlinum og það er meira í húfi en bara þrjú stig. Það er því algert lykilatriði að verja okkar heimavígi.“ Fbl_Megin: Sjálfur segist Gylfi hundrað prósent klár í slaginn og að langt tímabil á Englandi sé ekki að há honum nú. „Ég var örlítið stífur á fyrstu æfingunni eftir fríið en þetta var svo fljótt að koma hjá mér. Ég er í toppstandi.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira