Í eldhúsi Evu: Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu Eva Laufey skrifar 9. júní 2017 15:15 Þessi tagliatelle er hinn fullkomni pastaréttur. Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að hinum fullkomna pastarétti. Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð: Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu, setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndum. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu, setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið deigið í kæli í 30 – 40 mínútur. Skiptið deigið í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út, í pastavél eða með kökukefli. Skerið pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta tagliatelle. Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur. Risarækjur í tómata-og basilíkusósu1 msk ólífuolía 12 – 14 risarækjur1 hvítlauksrif ¼ rautt chili 1 msk ólífuolía 2 laukar 2 hvítlauksrif350 g saxaðir tómatar í dós eða passata 1 kjúklingateningur 1 msk smátt söxuð basilíka salt og pipar parmesanAðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið niður eitt hvítlauksrif og ¼ chilialdin, steikið í smá stund á pönnu og bætið síðan risarækjum út á pönnuna og steikið þar til þær eru orðnar bleikar. Takið þær af pönnunni og byrjið á sósunni (óþarfi að skola pönnuna á milli). Hitið olíu á pönnu, saxið niður lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er orðinn glær í gegn. Bætið tómötum, kjúklingakrafti og smátt saxaðri basilíku út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla í nokkar mínútur og bætið risarækjunum út í lokin. Rétt áður en þið berið réttinn fram er gott að setja soðið pasta út í sósuna og rífa niður nóg af ferskum parmesan yfir réttinn. Berið strax fram og njótið. Verði ykkur að góðu!Vísir/Eva Laufey Eva Laufey Pastaréttir Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að hinum fullkomna pastarétti. Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð: Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu, setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndum. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu, setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið deigið í kæli í 30 – 40 mínútur. Skiptið deigið í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út, í pastavél eða með kökukefli. Skerið pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta tagliatelle. Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur. Risarækjur í tómata-og basilíkusósu1 msk ólífuolía 12 – 14 risarækjur1 hvítlauksrif ¼ rautt chili 1 msk ólífuolía 2 laukar 2 hvítlauksrif350 g saxaðir tómatar í dós eða passata 1 kjúklingateningur 1 msk smátt söxuð basilíka salt og pipar parmesanAðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið niður eitt hvítlauksrif og ¼ chilialdin, steikið í smá stund á pönnu og bætið síðan risarækjum út á pönnuna og steikið þar til þær eru orðnar bleikar. Takið þær af pönnunni og byrjið á sósunni (óþarfi að skola pönnuna á milli). Hitið olíu á pönnu, saxið niður lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er orðinn glær í gegn. Bætið tómötum, kjúklingakrafti og smátt saxaðri basilíku út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla í nokkar mínútur og bætið risarækjunum út í lokin. Rétt áður en þið berið réttinn fram er gott að setja soðið pasta út í sósuna og rífa niður nóg af ferskum parmesan yfir réttinn. Berið strax fram og njótið. Verði ykkur að góðu!Vísir/Eva Laufey
Eva Laufey Pastaréttir Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira