Erlent

Nuttall segir af sér sem formaður UKIP

Atli Ísleifsson skrifar
Paul Nuttall.
Paul Nuttall. Vísir/AFP
Evrópuþingmaðurinn Paul Nuttall hefur sagt af sér sem formaður Breska sjálfstæðisflokksins UKIP eftir að flokkurinn náði engum manni inn á þing í kosningunum í gær.

Nuttall greindi frá ákvörðun sinni í morgun þar sem hann sagði þó að mikilvægi UKIP aldrei hafa verið meira en nú – sem varðhundar Brexit-viðræðna breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins.

Nuttall sagði að rekja megi laka útkomu flokksins í kosningunum til þess að hann væri fórnarlamb eigin velgengni, en UKIP hafði lengi barist fyrir útgöngu Bretlands úr ESB.

Nigel Farage, sem gegndi embætti formanns flokksins með hléum frá 2006, hafði áður gefið í skyn að hann gæti hugsað sér að snúa aftur í fremstu víglínu breskra stjórnmála.

Nuttall tók við embætti formanns UKIP af Diane James sem gengdi embættinu í stuttan tíma eftir afsögn Farage á síðasta ári.


Tengdar fréttir

May vill mynda minnihlutastjórn

Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×