Útlit fyrir öruggan sigur Íhaldsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Samkvæmt allra nýjustu könnunum verður fylgi Íhaldsflokksins á bilinu 41 til 46%. Fylgi Verkamannaflokksins verður samkvæmt þessu um 34 til 40%. Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira